Gunnar Þór um möguleg krossbandaslit: Skárra að einn af gömlu jálkunum lendi í þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 19:00 Gunnar Þór í leik með KR. Vísir/Bára Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Leikurinn fór fram í Egilshöll þó bæði lið hafi óskað þess að hann yrði leikinn í Frostaskjóli. Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vandaði gömlu og illa förnu gervigrasi Egilshallar ekki kveðjurnar að leik loknum. Gunnar Þór ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Einnig er þar bútur úr viðtali Rúnars eftir leik í gær. „Það komu smellir – sem ég hef heyrt áður – en ég hef slitið krossband einu sinni. Svo það var strax það sem ég óttaðist. Og mikill sársauki, ég finn strax hvernig hnéð hreyfist á hátt sem það á ekki að hreyfast. Ég gerði mér því strax grein fyrir að þetta væri alvarlegt,“ sagði Gunnar Þór við Svövu í dag. „Það hefur eitthvað farið, hvort það sé um krossband að ræða er ekki alveg víst. Það eru aðrir hlutir þarna, liðband en flest bendir til þess að það sé krossband líka,“ sagði Gunnar jafnframt. „Ég er betri í dag en í gær. Það er samt mikil bólga í þessu og leiðinlegt að vera hreyfiheftur og hreyfiskertur en það fer skánandi ef þetta er eitthvað eins og síðast,“ sagði varnarmaðurinn um líðan sína í dag. „Grasið í Egilshöll er ekki gott. Við erum ekki með beinan samanburð hvernig þetta hefði farið á náttúrulegu grasi eða blautu gervigrasi en mín persónulega tilfinning er að það hafi haft eitthvað með þetta að gera. Samkvæmt þeim sem ég hef talað við er auðveldara að festast á svona þurru gervigrasi þar sem er ekki viðhald til staðar – eftir því sem ég best veit,“ sagði Gunnar um ástand vallarins í gær. „Þetta rosalega svekkjandi og leiðinlegt ef þetta endar svona. Að sama skapi er – ef þetta átti að gerast aftur - fínt að ég fékk nokkur ár á milli. Verandi orðinn þetta gamall og geta litið til baka og séð að maður hefur gert eitthvað á ferlinum. Ef það var einhver sem átti að lenda í þessu er fínt að það var einhver af gömlu jálkunum svo það sé ekki að skemma einhverja fótbolta framtíð,“ sagði auðmjúkur Gunnar um það sem var líklega síðasti leikur hans á ferlinum. „Hvað verður þá verð ég eiginlega að sjá hvað kemur úr myndatökunni,“ sagði Gunnar að lokum varðandi hvað framtíðin bæri í skauti sér. Klippa: Gunnar Þór ræðir meiðslin Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson, varnarmaður KR, sleit að öllum líkindum krossbönd í 8-1 sigri KR á Vængjum Júpíters í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Leikurinn fór fram í Egilshöll þó bæði lið hafi óskað þess að hann yrði leikinn í Frostaskjóli. Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vandaði gömlu og illa förnu gervigrasi Egilshallar ekki kveðjurnar að leik loknum. Gunnar Þór ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Einnig er þar bútur úr viðtali Rúnars eftir leik í gær. „Það komu smellir – sem ég hef heyrt áður – en ég hef slitið krossband einu sinni. Svo það var strax það sem ég óttaðist. Og mikill sársauki, ég finn strax hvernig hnéð hreyfist á hátt sem það á ekki að hreyfast. Ég gerði mér því strax grein fyrir að þetta væri alvarlegt,“ sagði Gunnar Þór við Svövu í dag. „Það hefur eitthvað farið, hvort það sé um krossband að ræða er ekki alveg víst. Það eru aðrir hlutir þarna, liðband en flest bendir til þess að það sé krossband líka,“ sagði Gunnar jafnframt. „Ég er betri í dag en í gær. Það er samt mikil bólga í þessu og leiðinlegt að vera hreyfiheftur og hreyfiskertur en það fer skánandi ef þetta er eitthvað eins og síðast,“ sagði varnarmaðurinn um líðan sína í dag. „Grasið í Egilshöll er ekki gott. Við erum ekki með beinan samanburð hvernig þetta hefði farið á náttúrulegu grasi eða blautu gervigrasi en mín persónulega tilfinning er að það hafi haft eitthvað með þetta að gera. Samkvæmt þeim sem ég hef talað við er auðveldara að festast á svona þurru gervigrasi þar sem er ekki viðhald til staðar – eftir því sem ég best veit,“ sagði Gunnar um ástand vallarins í gær. „Þetta rosalega svekkjandi og leiðinlegt ef þetta endar svona. Að sama skapi er – ef þetta átti að gerast aftur - fínt að ég fékk nokkur ár á milli. Verandi orðinn þetta gamall og geta litið til baka og séð að maður hefur gert eitthvað á ferlinum. Ef það var einhver sem átti að lenda í þessu er fínt að það var einhver af gömlu jálkunum svo það sé ekki að skemma einhverja fótbolta framtíð,“ sagði auðmjúkur Gunnar um það sem var líklega síðasti leikur hans á ferlinum. „Hvað verður þá verð ég eiginlega að sjá hvað kemur úr myndatökunni,“ sagði Gunnar að lokum varðandi hvað framtíðin bæri í skauti sér. Klippa: Gunnar Þór ræðir meiðslin
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00 Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. 24. júní 2020 12:00
Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00
KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18