Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 23:31 Donald Trump tístir mikið. Hann hefur í heildina tíst oftar en 53 þúsund sinnum. Rafael Henrique/Getty Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. Tístið telst brjóta í bága við notendaskilmála Twitter um ofbeldisfulla hegðun. Orðrétt tístir forsetinn: „Það verður aldrei „sjálfstjórnarsvæði“ í Washinton D.C. meðan ég er forsetinn ykkar. Ef þau reyna verður þeim mætt með alvarlegu valdi.“ There will never be an “Autonomous Zone” in Washington, D.C., as long as I’m your President. If they try they will be met with serious force!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 23, 2020 Þrátt fyrir að brjóta í bága við skilmála Twitter leyfði samfélagsmiðlarisinn tístinu að standa áfram. Ástæða þess er að Twitter metur málið sem svo að það geti varðað almannahagsmuni að færsla forsetans sé aðgengileg almenningi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Twitter hefur sett fyrirvara við tíst forsetans eða falið þau. Í lok maí tísti Trump samsæriskenningu um að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks (e. mail-in ballots) leiði til kosningasvika. Færði forsetinn engar sönnur fyrir þeirri kenningu sinni. Twitter brást við þessu með því að setja fyrirvara á tíst forsetans og vísaði á hlekk sem leiddi á vefslóð þar sem hægt var að fá nánari upplýsingar um umrædda kjörseðla. Nokkrum dögum síðar tísti forsetinn um óeirðirnar sem ríkt hafa í Bandaríkjunum upp á síðkastið vegna morðsins á George Floyd, en hann lést í Minneapolis í Minnesota þegar lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. Andlát Floyd leiddi til stórfelldra mótmæla um öll Bandaríkin og víðar, og vakti upp umræðu um rótgróið og kerfisbundið ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Í því tísti sagði Trump að mótmælendur væru „óþokkar“ og þeir væru að vanhelga minningu Floyd. Hann hefði talað við ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, og tjáð honum að herinn stæði með honum. Tístið endaði svo á orðunum „Þegar ránin hefjast, hefst skothríðin. Takk fyrir!“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Þetta tíst taldi Twitter sömuleiðis brjóta í bága við skilmála sína, og sagði það hafa hvatt til ofbeldis. Aðgangur að því tísti var einnig heftur, þannig að ekki var hægt að setja „like“ við það né svara því. Tístinu var þó leyft að standa, á sömu forsendum og tístinu sem forsetinn birti í dag. Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. Tístið telst brjóta í bága við notendaskilmála Twitter um ofbeldisfulla hegðun. Orðrétt tístir forsetinn: „Það verður aldrei „sjálfstjórnarsvæði“ í Washinton D.C. meðan ég er forsetinn ykkar. Ef þau reyna verður þeim mætt með alvarlegu valdi.“ There will never be an “Autonomous Zone” in Washington, D.C., as long as I’m your President. If they try they will be met with serious force!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 23, 2020 Þrátt fyrir að brjóta í bága við skilmála Twitter leyfði samfélagsmiðlarisinn tístinu að standa áfram. Ástæða þess er að Twitter metur málið sem svo að það geti varðað almannahagsmuni að færsla forsetans sé aðgengileg almenningi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Twitter hefur sett fyrirvara við tíst forsetans eða falið þau. Í lok maí tísti Trump samsæriskenningu um að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks (e. mail-in ballots) leiði til kosningasvika. Færði forsetinn engar sönnur fyrir þeirri kenningu sinni. Twitter brást við þessu með því að setja fyrirvara á tíst forsetans og vísaði á hlekk sem leiddi á vefslóð þar sem hægt var að fá nánari upplýsingar um umrædda kjörseðla. Nokkrum dögum síðar tísti forsetinn um óeirðirnar sem ríkt hafa í Bandaríkjunum upp á síðkastið vegna morðsins á George Floyd, en hann lést í Minneapolis í Minnesota þegar lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. Andlát Floyd leiddi til stórfelldra mótmæla um öll Bandaríkin og víðar, og vakti upp umræðu um rótgróið og kerfisbundið ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Í því tísti sagði Trump að mótmælendur væru „óþokkar“ og þeir væru að vanhelga minningu Floyd. Hann hefði talað við ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, og tjáð honum að herinn stæði með honum. Tístið endaði svo á orðunum „Þegar ránin hefjast, hefst skothríðin. Takk fyrir!“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Þetta tíst taldi Twitter sömuleiðis brjóta í bága við skilmála sína, og sagði það hafa hvatt til ofbeldis. Aðgangur að því tísti var einnig heftur, þannig að ekki var hægt að setja „like“ við það né svara því. Tístinu var þó leyft að standa, á sömu forsendum og tístinu sem forsetinn birti í dag.
Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira