Íslenski boltinn

Jón Arnar Barðdal fékk bæði verðlaunin hjá Stúkunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnar Barðdal í leiknum með HK á móti KR á Meistaravöllum.
Jón Arnar Barðdal í leiknum með HK á móti KR á Meistaravöllum. Vísir/HAG

Guðmundur Benediktsson og félagar í Pepsi Max Stúkunni veita verðlaun eftir hverja umferð í Pepsi Max deildinni en í þættinum í gærkvöldi var verðlaun fyrir bæði fyrstu og aðra umferð.

Steven Lennon hjá FH var valinn besti leikmaður fyrstu umferðarinnar en hann skoraði þá tvö mörk og lagði upp eitt í 3-2 sigri á HK.

Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson átti hins vegar mark fyrstu umferðarinnar þegar hann skoraði með glæsilegu langskoti í 3-1 sigri ÍA á KA upp á Akranesi.

HK-ingurinn Jón Arnar Barðdal var aftur á móti maður annarrar umferðar hjá Stúkunni því hann tók til sín bæði verðlaunin.

Klippa: Úrvalslið og verðlaun Pepsi Max Stúkunnar fyrir 2. umferð

Jón Arnar Barðdal var valinn besti leikmaður annarrar umferðarinnar en hann var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri HK á KR. Jón Arnar Barðdal kom inn í byrjunarliðið og stóð sig frábærlega á móti Íslandsmeisturunum.

Mark Jón Arnar Barðdal, þar sem hann innsiglaði sigurinn með því að stela boltanum af varnarmanni KR og lyfta svo skemmtilega yfir markvörðinn, var síðan valið mark 2. umferðarinnar.

Fyrir að vera besti leikmaðurinn þá fær Jón Arnar Barðdal glæsileg verðlaun frá Fiskfélaginu. Hann fær síðan kassa af Pepsi Max og heyrnartól úr vefverslun Origo fyrir mark umferðarinnar.

Klippa: Origo mark 2. umferðar Pepsi Max deildar karla 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×