Verður árið 2020 áfram fullkomið fyrir Fylkisstelpurnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 14:30 Fylkisstelpurnar fagna hér sigurmarkinu á móti Selfossi á dögunum. Vísir/Daníel Þór Fylkiskonur eru með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir tvær umferðir ásamt Þór/KA, Breiðabliki og Val en það er hægt að ganga lengra og segja að Árbæingar séu með fullt hús á árinu 2020. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur eftir fimm sigra í fimm leikjum í fyrsta móti ársins og unnu svo báða leiki sína í Lengjubikarnum áður en það mót var flautað af vegna kórónuveirunnar. Fylkisliðið byrjaði síðan Pepsi Max deildina á því að vinna Selfoss í fyrstu umferð og fylgdi því eftir með sigri á KR á Meistaravöllum í síðustu umferð. Í kvöld er svo komið að því að nýliðar Þróttar komi í heimsókn. Þar getur Fylkisliðið unnið sinn tíunda keppnisleik í röð á árinu 2020. Kjartan Sturluson, þjálfari Fylkis, hefur haldið tryggð við sex leikmenn en þær hafa spilað alla þessa níu sigurleiki. Þetta eru fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem báðar unnu sér sæti í A-landsliðinu í vetur. Tvíburarnir Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir hafa líka byrjað alla níu leikina sem þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir. Stefanía Ragnarsdóttir er markahæst Fylkiskvenna í þessum leikjum með fimm mörk en hún á þó enn eftir að skora í Pepsi Max deildinni. Bryndís Arna Níelsdóttir er með fjögur mörk en hún skoraði í síðasta leik á móti KR. Leikur Fylkis og Þróttar í kvöld hefst klukkan 19.15 á Würth vellinum í Árbæ en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
Fylkiskonur eru með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir tvær umferðir ásamt Þór/KA, Breiðabliki og Val en það er hægt að ganga lengra og segja að Árbæingar séu með fullt hús á árinu 2020. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur eftir fimm sigra í fimm leikjum í fyrsta móti ársins og unnu svo báða leiki sína í Lengjubikarnum áður en það mót var flautað af vegna kórónuveirunnar. Fylkisliðið byrjaði síðan Pepsi Max deildina á því að vinna Selfoss í fyrstu umferð og fylgdi því eftir með sigri á KR á Meistaravöllum í síðustu umferð. Í kvöld er svo komið að því að nýliðar Þróttar komi í heimsókn. Þar getur Fylkisliðið unnið sinn tíunda keppnisleik í röð á árinu 2020. Kjartan Sturluson, þjálfari Fylkis, hefur haldið tryggð við sex leikmenn en þær hafa spilað alla þessa níu sigurleiki. Þetta eru fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem báðar unnu sér sæti í A-landsliðinu í vetur. Tvíburarnir Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir hafa líka byrjað alla níu leikina sem þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir. Stefanía Ragnarsdóttir er markahæst Fylkiskvenna í þessum leikjum með fimm mörk en hún á þó enn eftir að skora í Pepsi Max deildinni. Bryndís Arna Níelsdóttir er með fjögur mörk en hún skoraði í síðasta leik á móti KR. Leikur Fylkis og Þróttar í kvöld hefst klukkan 19.15 á Würth vellinum í Árbæ en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir
Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn