Meira en bara smá niðursveifla hjá De Gea segir Neville Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 09:30 Frammistöður David De Gea hafa ekki verið nægilega góðar undanfarin misseri. EPA-EFE/PETER POWELL Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United og Sky Sports, hefur miklar áhyggjur af frammistöðu spænska markvarðarins David De Gea. De Gea hefur verið gagnrýndur fyrir markið sem hann fékk á sig gegn Tottenham Hotspur um helgina en Man Utd nældi í stig í Lundúnum þökk sé vítaspyrnu Bruno Fernandes. Mark Tottenham skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn og þó varnarmenn Man Utd hafi verið út á túni í aðdraganda marksins hefði sá spænski átt að gera betur. "I'm flabbergasted, I wouldn't even let them back on the bus after the match. I'm disgusted with it"Roy Keane's rant about with David De Gea & Maguire pic.twitter.com/A7rOxevwId— Football Daily (@footballdaily) June 19, 2020 „Frammistaða leikmanna getur dalað en það er allt í lagi ef það fer ekki yfir nokkra mánuði. Ef það er í meira en ár þá fer maður að hafa áhyggjur. Ef það nær tveimur árum þá fer það að vera varanlegt, “ segir Neville í hlaðvarpi sínu fyrir Sky. Vill Neville meina að frammistaða De Gea með Spáni á HM sumarið 2018 sé í raun ástæða þess að sjálfstraust markvarðarins sé í molum. „Móttökurnar sem hann fékk frá Spánverjum hafa haft áhrif á hann. Þeir bauluðu á De Gea og hann hefur raunar aldrei jafnað sig. Andlega er hann ekki sá sami og hann var.“ Frá því að HM í Rússlandi fór fram, sumarið 2018, hefur De Gea gert sjö mistök sem hafa endað með marki samkvæmt tölfræði Sky Sports. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur gert fleiri mistök sem enda með marki á þeim tíma. Lausn Neville við vandamálum De Gea er einföld. Leggja meira á sig. „Það er aðeins einn hlutur sem hægt er að gera þegar maður á erfitt: Æfa og æfa meira. Þú þarft að vera fyrstur á æfingasvæðið og sá síðasti sem fer.“ Slakar frammistöður De Gea undanfarin misseri hafa ýtt undir orðróma þess efnis að Dean Henderson - sem er á láni hjá Sheffield United – sé að fara taka stöðu De Gea á Old Trafford. Henderson hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og hefur alls haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. Enginn markvörður deildarinnar hefur haldið oftar hreinu en Henderson. Alisson, hjá Liverpool, og Nick Pope, hjá Burnley, hafa einnig haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. De Gea hefur aðeins leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu án þess að fá á sig mark. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, hefur lítið viljað gefa upp en hann virðist vilja halda Henderson í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð. Spáir Norðmaðurinn því að enski markvörðurinn verði bæði aðalmarkvörður Man Utd sem og enska landsliðsins þegar fram líða stundir. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira
Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United og Sky Sports, hefur miklar áhyggjur af frammistöðu spænska markvarðarins David De Gea. De Gea hefur verið gagnrýndur fyrir markið sem hann fékk á sig gegn Tottenham Hotspur um helgina en Man Utd nældi í stig í Lundúnum þökk sé vítaspyrnu Bruno Fernandes. Mark Tottenham skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn og þó varnarmenn Man Utd hafi verið út á túni í aðdraganda marksins hefði sá spænski átt að gera betur. "I'm flabbergasted, I wouldn't even let them back on the bus after the match. I'm disgusted with it"Roy Keane's rant about with David De Gea & Maguire pic.twitter.com/A7rOxevwId— Football Daily (@footballdaily) June 19, 2020 „Frammistaða leikmanna getur dalað en það er allt í lagi ef það fer ekki yfir nokkra mánuði. Ef það er í meira en ár þá fer maður að hafa áhyggjur. Ef það nær tveimur árum þá fer það að vera varanlegt, “ segir Neville í hlaðvarpi sínu fyrir Sky. Vill Neville meina að frammistaða De Gea með Spáni á HM sumarið 2018 sé í raun ástæða þess að sjálfstraust markvarðarins sé í molum. „Móttökurnar sem hann fékk frá Spánverjum hafa haft áhrif á hann. Þeir bauluðu á De Gea og hann hefur raunar aldrei jafnað sig. Andlega er hann ekki sá sami og hann var.“ Frá því að HM í Rússlandi fór fram, sumarið 2018, hefur De Gea gert sjö mistök sem hafa endað með marki samkvæmt tölfræði Sky Sports. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur gert fleiri mistök sem enda með marki á þeim tíma. Lausn Neville við vandamálum De Gea er einföld. Leggja meira á sig. „Það er aðeins einn hlutur sem hægt er að gera þegar maður á erfitt: Æfa og æfa meira. Þú þarft að vera fyrstur á æfingasvæðið og sá síðasti sem fer.“ Slakar frammistöður De Gea undanfarin misseri hafa ýtt undir orðróma þess efnis að Dean Henderson - sem er á láni hjá Sheffield United – sé að fara taka stöðu De Gea á Old Trafford. Henderson hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og hefur alls haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. Enginn markvörður deildarinnar hefur haldið oftar hreinu en Henderson. Alisson, hjá Liverpool, og Nick Pope, hjá Burnley, hafa einnig haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. De Gea hefur aðeins leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu án þess að fá á sig mark. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, hefur lítið viljað gefa upp en hann virðist vilja halda Henderson í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð. Spáir Norðmaðurinn því að enski markvörðurinn verði bæði aðalmarkvörður Man Utd sem og enska landsliðsins þegar fram líða stundir.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira