Meira en bara smá niðursveifla hjá De Gea segir Neville Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 09:30 Frammistöður David De Gea hafa ekki verið nægilega góðar undanfarin misseri. EPA-EFE/PETER POWELL Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United og Sky Sports, hefur miklar áhyggjur af frammistöðu spænska markvarðarins David De Gea. De Gea hefur verið gagnrýndur fyrir markið sem hann fékk á sig gegn Tottenham Hotspur um helgina en Man Utd nældi í stig í Lundúnum þökk sé vítaspyrnu Bruno Fernandes. Mark Tottenham skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn og þó varnarmenn Man Utd hafi verið út á túni í aðdraganda marksins hefði sá spænski átt að gera betur. "I'm flabbergasted, I wouldn't even let them back on the bus after the match. I'm disgusted with it"Roy Keane's rant about with David De Gea & Maguire pic.twitter.com/A7rOxevwId— Football Daily (@footballdaily) June 19, 2020 „Frammistaða leikmanna getur dalað en það er allt í lagi ef það fer ekki yfir nokkra mánuði. Ef það er í meira en ár þá fer maður að hafa áhyggjur. Ef það nær tveimur árum þá fer það að vera varanlegt, “ segir Neville í hlaðvarpi sínu fyrir Sky. Vill Neville meina að frammistaða De Gea með Spáni á HM sumarið 2018 sé í raun ástæða þess að sjálfstraust markvarðarins sé í molum. „Móttökurnar sem hann fékk frá Spánverjum hafa haft áhrif á hann. Þeir bauluðu á De Gea og hann hefur raunar aldrei jafnað sig. Andlega er hann ekki sá sami og hann var.“ Frá því að HM í Rússlandi fór fram, sumarið 2018, hefur De Gea gert sjö mistök sem hafa endað með marki samkvæmt tölfræði Sky Sports. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur gert fleiri mistök sem enda með marki á þeim tíma. Lausn Neville við vandamálum De Gea er einföld. Leggja meira á sig. „Það er aðeins einn hlutur sem hægt er að gera þegar maður á erfitt: Æfa og æfa meira. Þú þarft að vera fyrstur á æfingasvæðið og sá síðasti sem fer.“ Slakar frammistöður De Gea undanfarin misseri hafa ýtt undir orðróma þess efnis að Dean Henderson - sem er á láni hjá Sheffield United – sé að fara taka stöðu De Gea á Old Trafford. Henderson hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og hefur alls haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. Enginn markvörður deildarinnar hefur haldið oftar hreinu en Henderson. Alisson, hjá Liverpool, og Nick Pope, hjá Burnley, hafa einnig haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. De Gea hefur aðeins leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu án þess að fá á sig mark. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, hefur lítið viljað gefa upp en hann virðist vilja halda Henderson í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð. Spáir Norðmaðurinn því að enski markvörðurinn verði bæði aðalmarkvörður Man Utd sem og enska landsliðsins þegar fram líða stundir. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United og Sky Sports, hefur miklar áhyggjur af frammistöðu spænska markvarðarins David De Gea. De Gea hefur verið gagnrýndur fyrir markið sem hann fékk á sig gegn Tottenham Hotspur um helgina en Man Utd nældi í stig í Lundúnum þökk sé vítaspyrnu Bruno Fernandes. Mark Tottenham skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn og þó varnarmenn Man Utd hafi verið út á túni í aðdraganda marksins hefði sá spænski átt að gera betur. "I'm flabbergasted, I wouldn't even let them back on the bus after the match. I'm disgusted with it"Roy Keane's rant about with David De Gea & Maguire pic.twitter.com/A7rOxevwId— Football Daily (@footballdaily) June 19, 2020 „Frammistaða leikmanna getur dalað en það er allt í lagi ef það fer ekki yfir nokkra mánuði. Ef það er í meira en ár þá fer maður að hafa áhyggjur. Ef það nær tveimur árum þá fer það að vera varanlegt, “ segir Neville í hlaðvarpi sínu fyrir Sky. Vill Neville meina að frammistaða De Gea með Spáni á HM sumarið 2018 sé í raun ástæða þess að sjálfstraust markvarðarins sé í molum. „Móttökurnar sem hann fékk frá Spánverjum hafa haft áhrif á hann. Þeir bauluðu á De Gea og hann hefur raunar aldrei jafnað sig. Andlega er hann ekki sá sami og hann var.“ Frá því að HM í Rússlandi fór fram, sumarið 2018, hefur De Gea gert sjö mistök sem hafa endað með marki samkvæmt tölfræði Sky Sports. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur gert fleiri mistök sem enda með marki á þeim tíma. Lausn Neville við vandamálum De Gea er einföld. Leggja meira á sig. „Það er aðeins einn hlutur sem hægt er að gera þegar maður á erfitt: Æfa og æfa meira. Þú þarft að vera fyrstur á æfingasvæðið og sá síðasti sem fer.“ Slakar frammistöður De Gea undanfarin misseri hafa ýtt undir orðróma þess efnis að Dean Henderson - sem er á láni hjá Sheffield United – sé að fara taka stöðu De Gea á Old Trafford. Henderson hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og hefur alls haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. Enginn markvörður deildarinnar hefur haldið oftar hreinu en Henderson. Alisson, hjá Liverpool, og Nick Pope, hjá Burnley, hafa einnig haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. De Gea hefur aðeins leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu án þess að fá á sig mark. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, hefur lítið viljað gefa upp en hann virðist vilja halda Henderson í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð. Spáir Norðmaðurinn því að enski markvörðurinn verði bæði aðalmarkvörður Man Utd sem og enska landsliðsins þegar fram líða stundir.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira