Meira en bara smá niðursveifla hjá De Gea segir Neville Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 09:30 Frammistöður David De Gea hafa ekki verið nægilega góðar undanfarin misseri. EPA-EFE/PETER POWELL Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United og Sky Sports, hefur miklar áhyggjur af frammistöðu spænska markvarðarins David De Gea. De Gea hefur verið gagnrýndur fyrir markið sem hann fékk á sig gegn Tottenham Hotspur um helgina en Man Utd nældi í stig í Lundúnum þökk sé vítaspyrnu Bruno Fernandes. Mark Tottenham skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn og þó varnarmenn Man Utd hafi verið út á túni í aðdraganda marksins hefði sá spænski átt að gera betur. "I'm flabbergasted, I wouldn't even let them back on the bus after the match. I'm disgusted with it"Roy Keane's rant about with David De Gea & Maguire pic.twitter.com/A7rOxevwId— Football Daily (@footballdaily) June 19, 2020 „Frammistaða leikmanna getur dalað en það er allt í lagi ef það fer ekki yfir nokkra mánuði. Ef það er í meira en ár þá fer maður að hafa áhyggjur. Ef það nær tveimur árum þá fer það að vera varanlegt, “ segir Neville í hlaðvarpi sínu fyrir Sky. Vill Neville meina að frammistaða De Gea með Spáni á HM sumarið 2018 sé í raun ástæða þess að sjálfstraust markvarðarins sé í molum. „Móttökurnar sem hann fékk frá Spánverjum hafa haft áhrif á hann. Þeir bauluðu á De Gea og hann hefur raunar aldrei jafnað sig. Andlega er hann ekki sá sami og hann var.“ Frá því að HM í Rússlandi fór fram, sumarið 2018, hefur De Gea gert sjö mistök sem hafa endað með marki samkvæmt tölfræði Sky Sports. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur gert fleiri mistök sem enda með marki á þeim tíma. Lausn Neville við vandamálum De Gea er einföld. Leggja meira á sig. „Það er aðeins einn hlutur sem hægt er að gera þegar maður á erfitt: Æfa og æfa meira. Þú þarft að vera fyrstur á æfingasvæðið og sá síðasti sem fer.“ Slakar frammistöður De Gea undanfarin misseri hafa ýtt undir orðróma þess efnis að Dean Henderson - sem er á láni hjá Sheffield United – sé að fara taka stöðu De Gea á Old Trafford. Henderson hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og hefur alls haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. Enginn markvörður deildarinnar hefur haldið oftar hreinu en Henderson. Alisson, hjá Liverpool, og Nick Pope, hjá Burnley, hafa einnig haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. De Gea hefur aðeins leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu án þess að fá á sig mark. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, hefur lítið viljað gefa upp en hann virðist vilja halda Henderson í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð. Spáir Norðmaðurinn því að enski markvörðurinn verði bæði aðalmarkvörður Man Utd sem og enska landsliðsins þegar fram líða stundir. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United og Sky Sports, hefur miklar áhyggjur af frammistöðu spænska markvarðarins David De Gea. De Gea hefur verið gagnrýndur fyrir markið sem hann fékk á sig gegn Tottenham Hotspur um helgina en Man Utd nældi í stig í Lundúnum þökk sé vítaspyrnu Bruno Fernandes. Mark Tottenham skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn og þó varnarmenn Man Utd hafi verið út á túni í aðdraganda marksins hefði sá spænski átt að gera betur. "I'm flabbergasted, I wouldn't even let them back on the bus after the match. I'm disgusted with it"Roy Keane's rant about with David De Gea & Maguire pic.twitter.com/A7rOxevwId— Football Daily (@footballdaily) June 19, 2020 „Frammistaða leikmanna getur dalað en það er allt í lagi ef það fer ekki yfir nokkra mánuði. Ef það er í meira en ár þá fer maður að hafa áhyggjur. Ef það nær tveimur árum þá fer það að vera varanlegt, “ segir Neville í hlaðvarpi sínu fyrir Sky. Vill Neville meina að frammistaða De Gea með Spáni á HM sumarið 2018 sé í raun ástæða þess að sjálfstraust markvarðarins sé í molum. „Móttökurnar sem hann fékk frá Spánverjum hafa haft áhrif á hann. Þeir bauluðu á De Gea og hann hefur raunar aldrei jafnað sig. Andlega er hann ekki sá sami og hann var.“ Frá því að HM í Rússlandi fór fram, sumarið 2018, hefur De Gea gert sjö mistök sem hafa endað með marki samkvæmt tölfræði Sky Sports. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur gert fleiri mistök sem enda með marki á þeim tíma. Lausn Neville við vandamálum De Gea er einföld. Leggja meira á sig. „Það er aðeins einn hlutur sem hægt er að gera þegar maður á erfitt: Æfa og æfa meira. Þú þarft að vera fyrstur á æfingasvæðið og sá síðasti sem fer.“ Slakar frammistöður De Gea undanfarin misseri hafa ýtt undir orðróma þess efnis að Dean Henderson - sem er á láni hjá Sheffield United – sé að fara taka stöðu De Gea á Old Trafford. Henderson hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og hefur alls haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. Enginn markvörður deildarinnar hefur haldið oftar hreinu en Henderson. Alisson, hjá Liverpool, og Nick Pope, hjá Burnley, hafa einnig haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. De Gea hefur aðeins leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu án þess að fá á sig mark. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, hefur lítið viljað gefa upp en hann virðist vilja halda Henderson í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð. Spáir Norðmaðurinn því að enski markvörðurinn verði bæði aðalmarkvörður Man Utd sem og enska landsliðsins þegar fram líða stundir.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira