Erlent

Einstaklingur á níræðisaldri lést af völdum kórónuveirunnar í Danmörku

Andri Eysteinsson skrifar
Fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 í Danmörku var staðfest í dag.
Fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 í Danmörku var staðfest í dag. Getty/Barrie Fanton

Fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 sjúkdómsins, sem kórónuveiran veldur, í Danmörku var staðfest af dönskum heilbrigðisyfirvöldum í dag.

Um er að ræða 81 árs gamlan einstakling sem hafði verið lagður inn á Herlev og Gentofte sjúkrahúsið í Herlev norðan af Kaupmannahöfn. Hinn látni hafði verið lagður inn vegna annarra heilsuvandamála en sýndi einkenni kórónuveirunnar á sjúkrahúsi. DR greinir frá að sjúklingurinn hafi í kjölfarið greinst með kórónuveiru og var komið fyrir í einangrun.

„Starfsfólkinu sem var í mestum samskiptum við einstaklinginn hefur verið gert að fara í sóttkví. Tveir sjúklingar sem voru í námunda við einstaklinginn hafa hingað til ekki sýnt einkenni en hafa verið settir í einangrun,“ er haft eftir dönskum yfirvöldum í frétt DR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×