Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 13:48 Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína. Getty/Roman Baldandin Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. Þetta er fyrsta opinbera yfirlýsing kínverskra stjórnvalda eftir að til átaka kom á landamærum ríkjanna í Kasmír héraði. Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir að indverskar hersveitir hafi farið yfir landamærin inn á kínverskt yfirráðasvæði og lagt til atlögu sem hafi verið upptök átakanna. Hann greindi þó ekki frá því hvort hersveitir Kína hafi orðið fyrir manntjóni. Á föstudag greindi forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, frá því að kínverskir hermenn hafi farið yfir á yfirráðasvæði Indlands en að ekkert indverskt svæði hafi verið hertekið. Þá hét hann því að Indland myndi vernda landamæri sín með valdi ef til þess kæmi. Zhao fjallaði um það í nokkrum tístum að Galwan dalurinn, þar sem átökin brutust út, væri Kína megin á landamærunum. Landamærin eru illa aðgreind milli ríkjanna og hafa verið nokkrar deilur um hvar landamærin liggja. Þá sagði hann að átökin hafi brotist út eftir að spenna milli ríkjanna hafi minnkað í kjölfar þess að Indverski herinn braut niður byggingar sem byggðar hafi verið á yfirráðasvæði Kína í maí. „Hersveitir Indlands réðust á kínverska hermenn sem fóru á staðinn til að hefja viðræður og brutust í kjölfarið út mikil átök sem enduðu í mannfalli,“ skrifaði Zhao á Twitter. Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. Þetta er fyrsta opinbera yfirlýsing kínverskra stjórnvalda eftir að til átaka kom á landamærum ríkjanna í Kasmír héraði. Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir að indverskar hersveitir hafi farið yfir landamærin inn á kínverskt yfirráðasvæði og lagt til atlögu sem hafi verið upptök átakanna. Hann greindi þó ekki frá því hvort hersveitir Kína hafi orðið fyrir manntjóni. Á föstudag greindi forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, frá því að kínverskir hermenn hafi farið yfir á yfirráðasvæði Indlands en að ekkert indverskt svæði hafi verið hertekið. Þá hét hann því að Indland myndi vernda landamæri sín með valdi ef til þess kæmi. Zhao fjallaði um það í nokkrum tístum að Galwan dalurinn, þar sem átökin brutust út, væri Kína megin á landamærunum. Landamærin eru illa aðgreind milli ríkjanna og hafa verið nokkrar deilur um hvar landamærin liggja. Þá sagði hann að átökin hafi brotist út eftir að spenna milli ríkjanna hafi minnkað í kjölfar þess að Indverski herinn braut niður byggingar sem byggðar hafi verið á yfirráðasvæði Kína í maí. „Hersveitir Indlands réðust á kínverska hermenn sem fóru á staðinn til að hefja viðræður og brutust í kjölfarið út mikil átök sem enduðu í mannfalli,“ skrifaði Zhao á Twitter.
Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57
Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39