Erlent

Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin

Andri Eysteinsson skrifar
Narendra Modi forsætisráðherra Indlands.
Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. vísir/getty

Indverjar hafa lofað því að þeir muni verja landamæri sín við Kína með herafla sínum sé þess þörf en tuttugu indverskir hermenn létu lífið í átökum við kínverska hermenn á mánudag. BBC greinir frá ávarpi forsætisráðherra kjarnorkuveldisins Indlands í dag.

Til mannskæðra átaka kom á milli meðlima herjanna tveggja í Himalæjafjöllum á mánudag en löngum hefur verið deilt um landamærin, Yfirvöld í Indlandi segja tuttugu indverska hermenn hafa fallið en Kínverjar hafa ekki viljað viðurkenna mannfall í átökunum.

Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, hefur tjáð sig um málið og segir hann ljóst að enginn erlendur hermaður haldi til innan landamæra Indlands og sagði hann einnig að ekkert land hefði tapast vegna átakanna.

Bæði ríkin hafa sakað hitt ríkið um að hafa farið yfir landamærin, sem sögð eru illa skilgreind, og þar með ógnað hinu ríkinu.

Í ávarpi sýnu sem sjónvarpað var um Indland sagði forsætisráðherrann að indverska hernum hafi verið gefið grænt ljós til þess að verja landið með hvaða ráðum sem til þyrfti.

„Landið allt er sært og reitt vegna aðgerða kínverja. Indland vill frið og vináttu en mikilvægt er að viðhalda sjálfsstjórn landsins,“ sagði Modi.

Samkvæmt samkomulagi milli ríkjanna frá árinu 1996 eru skotvopn bönnuð á svæðinu en Indverjar hafa sakað kínverja um að hafa notað frumstæð barefli í átökunum sem urðu til þess að hermennirnir tuttugu létu lífið.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.