Erlent

Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð

Samúel Karl Ólason skrifar
Indverjar hafa brugðist reiðir við mannfallinu í Himalæjafjöllum og brenna hér líki Xi Jinping, forseta Kína.
Indverjar hafa brugðist reiðir við mannfallinu í Himalæjafjöllum og brenna hér líki Xi Jinping, forseta Kína. AP/Ajit Solanki

Her Indlands segir rangt að Kínverjar hafi sleppt tíu indverskum hermönnum úr haldi eftir að til mannskæðra átaka kom á milli meðlima herjanna tveggja í Himalæjafjöllum. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum ytra en herinn segir engra hermanna hafa verið saknað eftir átökin fyrr í vikunni. Háttsettir meðlimir herafla Indlands eru sagðir styðja hugmyndir um að hefna fyrir mannfallið.

Yfirvöld Indlands segja tuttugu hermenn hafa fallið í átökunum en Kínverjar hafa ekki viðurkennt mannfall meðal kínverskra hermanna. Áður hafa Indverjar þó sagt að þeir hafi hlerað samskipti frá Kína þar sem fram kom að minnst 43 hermenn hafi fallið eða særst alvarlega.

Báðar fylkingar kenna hinni um átökin og þau auknu spennu sem er á landamærum ríkjanna. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem mannfall verður á landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum í 45 ár.

Times of India segir að aðilar innan herafla Indlands styðji hugmyndir um takmarkaðar aðgerðir til að hefna fyrir mannfallið. Meðal annars komi til greina að reyna að reka kínverska hermenn frá svæði sem Indverjar telja þeirra.

Kínverski herinn er þó á blaði mun öflugri en her Indlands en bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum. Heimildarmaður TOI segir engan í Indlandi sækjast eftir stríði við Kína. Hugmyndin sé að gera forsvarsmönnum Kommúnistaflokks Kína ljóst að þeir geti ekki vaðið yfir Indland.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.