Erlent

Höfundur Skugga vindsins er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Carlos Ruiz Zafón. 
Carlos Ruiz Zafón.  Getty

Spænski metsölurithöfundurinn Carlos Ruiz Zafón er látinn, 55 ára að aldri. Þetta staðfestir útgefandi Ruiz Zafón á Twitter.

Ruiz Zafón gerði garðinn frægan meðal annars fyrir bækurnar Skugga vindsins og Leik engilsins en hann sló fyrst í gegn árið 1993 með unglingaskáldsöguna Þokuprinsinn árið 1993.

Skáldsagan Skuggi vindsins kom út árið 2001 og fór sigurför um heiminn. Þar var sögusviðið spænska borgin Barcelona þar sem Ruiz Zafón bjó stóran hluta ævi sinnar.

Bækur Zafón hafa verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál, selst í milljónum eintaka og unnið til fjölda verðlauna.

Ruiz Zafón lést af völdum krabbameins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×