Neitar að spila fyrir Chelsea því hann er á leið í ítölsku úrvalsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 23:00 Pedro í baráttunni gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton á þessari leiktíð. Jacques Feeney/Getty Images Pedro Rodriguez vill ekki spila fyrir Chelsea þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað þar sem hann mun ganga í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Roma. Samkvæmt heimildum The Athletic þá vill Pedro ekki skrifa undir tímabundna framlengingu á samningi sínum við Chelsea sem á að renna út nú í sumar. Chelsea þarf á öllum sínum leikmönnum að halda þar sem liðið á níu deildarleiki eftir ásamt því að það mætir Leicester City í 8-liða úrslitum FA bikarsins og er enn í Meistaradeildinni þó liðið sé 3-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Bayern Munich. Hinn 32 ára gamli Pedro hefur engan áhuga á að semja tímabundið þar sem hann hefur nú þegar samið við Roma á Ítalíu. Þar mun hann þéna 56 þúsund pund á viku eða níu og hálfa milljón króna. Roma leitar að reynslumiklum leikmanni sem getur aðstoðað liðið fram á við. Pedro hefur unnið 25 titla á ferlinum en hann á að fylla skarð Henrikh Mkhitaryan sem hefur aðeins spilað þrettán leiki fyrir félagið vegna meiðsla frá því hann kom á láni frá Arsenal. Pedro Rodriguez & his Iconic style!He s won everything World Cup Champions League European Championship La Liga Premier League Europa League FA Cup Copa del Rey FIFA Club World Cup UEFA Super Cup Spanish Super Cup pic.twitter.com/Ey20z8DzwX— MalluCFC (@AThekkepura) June 17, 2020 Það er ljóst að Chelsea vill ekki halda Pedro lengur en rétt til loka tímabils þar sem liðið hefur þegar samið við Hakim Ziyech, Timo Werner og er orðað við fullt af leikmönnum. Willian, brasilíski kantmaðurinn í liði Chelsea, hefur heldur ekki skrifað undir tímabundna framlengingu en forraðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að það gerist. Var hann í byrjunarliði Chelsea sem vann QPR 7-1 í æfingaleik á dögunum ásamt því að vera á skotskónum. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Pedro Rodriguez vill ekki spila fyrir Chelsea þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað þar sem hann mun ganga í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Roma. Samkvæmt heimildum The Athletic þá vill Pedro ekki skrifa undir tímabundna framlengingu á samningi sínum við Chelsea sem á að renna út nú í sumar. Chelsea þarf á öllum sínum leikmönnum að halda þar sem liðið á níu deildarleiki eftir ásamt því að það mætir Leicester City í 8-liða úrslitum FA bikarsins og er enn í Meistaradeildinni þó liðið sé 3-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Bayern Munich. Hinn 32 ára gamli Pedro hefur engan áhuga á að semja tímabundið þar sem hann hefur nú þegar samið við Roma á Ítalíu. Þar mun hann þéna 56 þúsund pund á viku eða níu og hálfa milljón króna. Roma leitar að reynslumiklum leikmanni sem getur aðstoðað liðið fram á við. Pedro hefur unnið 25 titla á ferlinum en hann á að fylla skarð Henrikh Mkhitaryan sem hefur aðeins spilað þrettán leiki fyrir félagið vegna meiðsla frá því hann kom á láni frá Arsenal. Pedro Rodriguez & his Iconic style!He s won everything World Cup Champions League European Championship La Liga Premier League Europa League FA Cup Copa del Rey FIFA Club World Cup UEFA Super Cup Spanish Super Cup pic.twitter.com/Ey20z8DzwX— MalluCFC (@AThekkepura) June 17, 2020 Það er ljóst að Chelsea vill ekki halda Pedro lengur en rétt til loka tímabils þar sem liðið hefur þegar samið við Hakim Ziyech, Timo Werner og er orðað við fullt af leikmönnum. Willian, brasilíski kantmaðurinn í liði Chelsea, hefur heldur ekki skrifað undir tímabundna framlengingu en forraðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að það gerist. Var hann í byrjunarliði Chelsea sem vann QPR 7-1 í æfingaleik á dögunum ásamt því að vera á skotskónum.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira