„Heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu í æfingahóp sinn?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 15:55 Hákon Rafn Valdimarsson þótti standa sig vel í marki Gróttu en samherjar hans heilluðu menn ekki í leiknum við Breiðablik. VÍSIR/DANÍEL Breiðablik vann afar sannfærandi 3-0 sigur á nýliðum Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Getumunurinn á liðunum virtist mjög mikill. „Við erum minnugir þess að báðir nýliðarnir mættu á Kópavogsvöllinn í fyrra og unnu, bæði HK og Skaginn. Þetta var því kannski smá próf fyrir þá [Blika]. En það er bara svo rosalegur getumunur þarna,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að muninum á Breiðabliki og Gróttu. Liðin skiptust á þjálfurum í vetur þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki en Ágúst Gylfason við Gróttu. „Heldur þú að einhver leikmaður í Gróttuliðinu kæmist í 23 manna æfingahóp Breiðabliks? Fyrir utan markmanninn, hann er náttúrulega mjög efnilegur. En heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu æfingahópinn hjá sér?“ spurði Hjörvar umsjónarmann þáttarins, Gumma Ben, sem vildi ekki ganga svo langt að svara því neitandi. „Það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu en ég er sannfærður um að ef að Óskar Hrafn, sem þekkir alla leikmennina, ætti að velja 23 manna hóp úr báðum liðum þá held ég að hann tæki einhverja leikmenn úr Gróttu. Það eru líka svona karakterar sem þú hlýtur að hugsa út í,“ sagði Gummi. Að mati Hjörvars geta Gróttumenn prísað sig sæla að hafa ekki tapað leiknum stærra: „Það var rosalegur munur á þessum liðum. Ég hef heyrt menn bera þetta saman við það þegar lið úr neðri deild mætir efstudeildarliði í bikarnum. Eftir á var ég nokkuð sáttur við að þetta færi bara 3-0. Mér fannst stefna í að þetta yrði verra.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Samanburður á Breiðabliki og Gróttu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Breiðablik vann afar sannfærandi 3-0 sigur á nýliðum Gróttu í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Getumunurinn á liðunum virtist mjög mikill. „Við erum minnugir þess að báðir nýliðarnir mættu á Kópavogsvöllinn í fyrra og unnu, bæði HK og Skaginn. Þetta var því kannski smá próf fyrir þá [Blika]. En það er bara svo rosalegur getumunur þarna,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að muninum á Breiðabliki og Gróttu. Liðin skiptust á þjálfurum í vetur þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki en Ágúst Gylfason við Gróttu. „Heldur þú að einhver leikmaður í Gróttuliðinu kæmist í 23 manna æfingahóp Breiðabliks? Fyrir utan markmanninn, hann er náttúrulega mjög efnilegur. En heldur þú að Óskar tæki einhvern úr Gróttu æfingahópinn hjá sér?“ spurði Hjörvar umsjónarmann þáttarins, Gumma Ben, sem vildi ekki ganga svo langt að svara því neitandi. „Það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu en ég er sannfærður um að ef að Óskar Hrafn, sem þekkir alla leikmennina, ætti að velja 23 manna hóp úr báðum liðum þá held ég að hann tæki einhverja leikmenn úr Gróttu. Það eru líka svona karakterar sem þú hlýtur að hugsa út í,“ sagði Gummi. Að mati Hjörvars geta Gróttumenn prísað sig sæla að hafa ekki tapað leiknum stærra: „Það var rosalegur munur á þessum liðum. Ég hef heyrt menn bera þetta saman við það þegar lið úr neðri deild mætir efstudeildarliði í bikarnum. Eftir á var ég nokkuð sáttur við að þetta færi bara 3-0. Mér fannst stefna í að þetta yrði verra.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Samanburður á Breiðabliki og Gróttu
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Grótta Tengdar fréttir Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Tár á hvarmi eftir mark Kristins - Enginn hringdi eftir síðasta tímabil „Það mátti sjá tár á hvarmi. Það voru allir ofboðslega ánægðir fyrir hönd Kidda,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni þegar rætt var um Kristin Steindórsson og langþráð mark hans gegn Gróttu á sunnudag. 16. júní 2020 14:00
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05