Fótbolti

Brynjar um mark­manns­stöðuna: Þurfum að sjá hvort að við þurfum að gera eitt­hvað í þeirri stöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari HK. mynd/s2s

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að óvissa ríki um meiðsla Arnars Freys Ólafssonar, markmanns HK, sem fór út af í tapleiknum gegn FH í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi.

HK-ingar urðu fyrir áfalli í gær er bæði Arnar og Bjarni Gunnarsson fóru af velli í fyrri hálfleiknum gegn FH. Brynjar Björn svaraði til um meiðsli þeirra í kvöld.

„Ég held að Bjarni sé ekki alvarlega meiddur. Hann fékk tak aftan í lærið en hann á eftir að hitta sjúkraþjálfara og meta það,“ sagði Brynjar Björn í samtali við Rikka G í kvöld.

„Það er meiri óvissa í kringum Arnar. Hann fer til sjúkraþjálfara og til læknis og í myndatökur. Við þurfum að skoða það betur og reyna að fá einhvern tímaramma á þau meiðsli og sjá hvort að við þurfum að gera eitthvað í þeirri stöðu.“

Sigurður Hrannar Björnsson kom inn af bekknum í gær og gerði slæm mistök í öðru marki FH. Hann hefur lítið spilað undanfarið ár en næsti leikur HK er gegn Íslandsmeisturum KR á útivelli á laugardaginn.

Klippa: Sportpakkinn: Brynjar Björn


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.