Enski boltinn

Tveir í ensku úrvalsdeildinni greindust með veiruna

Ísak Hallmundarson skrifar
Enski boltinn hefst aftur 17. júní en leikið verður fyrir framan tóma stúku.
Enski boltinn hefst aftur 17. júní en leikið verður fyrir framan tóma stúku. getty/ Tottenham Hotspur FC

Það eru aðeins nokkrir dagar í endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en tveir einstaklingar til viðbótar innan hennar hafa nú greinst með veiruna. 

Norwich hefur staðfest að annar þeirra sem smitaðist sé leikmaður þeirra. Sá einstaklingur mun fara í einangrun í sjö daga.

Óvitað er hver hinn aðilinn er. Alls voru 1200 sýni tekinn milli 11. og 12. júní en enski boltinn byrjar að rúlla aftur 17. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×