Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2020 19:43 Bolton (t.v.) og Trump skildu ekki í góðu í september í fyrra. Í nýrri bók sem er væntanleg er Bolton sagður ætla að lýsa því hvernig eigin hagsmunir Trump hafi legið að baki flestum ákvörðunum hans sem einhverju máli skipti í utanríkismálum. Vísir/EPA Endurkjör var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Hann telur að demókratar hafi hlaupið á sig með því kæra Trump aðeins fyrir embættisbrot sem tengdust þvingunum forsetans gegn Úkraínu. Í tilkynningu frá útgefanda nýrrar bókar Bolton um upplifun hans af Hvíta húsinu kemur fram að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn lýsi því hvernig „óstöðug og tvístruð ákvarðanataka“ Trump hafi frekar stýrst af hvað yki möguleika hans á endurkjöri en þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég á bágt með að finna nokkra veigamikla ákvörðun Trump í minni tíð sem réðst ekki af undirhyggju um endurkjör,“ skrifar Bolton í bókinni, að sögn Simon & Schuster, útgefandans. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra. Tvennum sögum fer af brotthvarfi hans. Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Þó liggur fyrir að mönnunum tveimur greindi á um þýðingarmikil utanríkismál, þar á meðal um Norður-Kóreu og Íran. Mistök að einblína á Úkraínu í kærunni í þinginu Trump var kærður fyrir embættisbrot í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vetur. Hann var talinn hafa misnotað vald sitt með því að halda eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu til þess að knýja þarlend stjórnvöld til þess að rannsaka pólitískan keppinaut hans, Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden var þá talinn líklegasti mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum á þessu ári og hefur það gengið eftir. Þegar öldungadeild Bandaríkjaþings fjallaði um kæru fulltrúadeildarinnar á hendur Trump lét Bolton vita af því að hann gæti búið yfir upplýsingum sem hefðu þýðingu fyrir málið. Engin vitni voru þó kölluð fyrir við réttarhöldin og Bolton þagði um það sem hann taldi skipta máli. Washington Post segir að í bókinni saki Bolton demókrata á Bandaríkjaþingi um að hafa framið „afglöp“ þegar þeir kærðu Trump fyrir embættisbrot. Það hafi þeir gert með því að einblína aðeins á Úkraínu við rannsókn málsins. „Brot Trump líkt og í tilfelli Úkraínu voru til staðar um allt sviðið í utanríkisstefnu hans og Bolton skrásetur nákvæmlega hver þau voru og tilraunir hans og annarra í ríkisstjórninni til þess að vekja athygli á þeim,“ segir í tilkynningu útgefandans. Til stendur að gefa út bókina 23. júní þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi krafist frekari breytinga á henni. Lögmaður Bolton hefur sakað Hvíta húsið um að bera fyrir sig þjóðaröryggi til þess að reyna að ritskoða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafann. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. 5. júní 2020 13:41 Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Endurkjör var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Hann telur að demókratar hafi hlaupið á sig með því kæra Trump aðeins fyrir embættisbrot sem tengdust þvingunum forsetans gegn Úkraínu. Í tilkynningu frá útgefanda nýrrar bókar Bolton um upplifun hans af Hvíta húsinu kemur fram að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn lýsi því hvernig „óstöðug og tvístruð ákvarðanataka“ Trump hafi frekar stýrst af hvað yki möguleika hans á endurkjöri en þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Ég á bágt með að finna nokkra veigamikla ákvörðun Trump í minni tíð sem réðst ekki af undirhyggju um endurkjör,“ skrifar Bolton í bókinni, að sögn Simon & Schuster, útgefandans. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump frá apríl 2018 og fram í september í fyrra. Tvennum sögum fer af brotthvarfi hans. Sjálfur segist Bolton hafa sagt af sér en Trump fullyrðir að hann hafi rekið Bolton. Þó liggur fyrir að mönnunum tveimur greindi á um þýðingarmikil utanríkismál, þar á meðal um Norður-Kóreu og Íran. Mistök að einblína á Úkraínu í kærunni í þinginu Trump var kærður fyrir embættisbrot í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vetur. Hann var talinn hafa misnotað vald sitt með því að halda eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu til þess að knýja þarlend stjórnvöld til þess að rannsaka pólitískan keppinaut hans, Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden var þá talinn líklegasti mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum á þessu ári og hefur það gengið eftir. Þegar öldungadeild Bandaríkjaþings fjallaði um kæru fulltrúadeildarinnar á hendur Trump lét Bolton vita af því að hann gæti búið yfir upplýsingum sem hefðu þýðingu fyrir málið. Engin vitni voru þó kölluð fyrir við réttarhöldin og Bolton þagði um það sem hann taldi skipta máli. Washington Post segir að í bókinni saki Bolton demókrata á Bandaríkjaþingi um að hafa framið „afglöp“ þegar þeir kærðu Trump fyrir embættisbrot. Það hafi þeir gert með því að einblína aðeins á Úkraínu við rannsókn málsins. „Brot Trump líkt og í tilfelli Úkraínu voru til staðar um allt sviðið í utanríkisstefnu hans og Bolton skrásetur nákvæmlega hver þau voru og tilraunir hans og annarra í ríkisstjórninni til þess að vekja athygli á þeim,“ segir í tilkynningu útgefandans. Til stendur að gefa út bókina 23. júní þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi krafist frekari breytinga á henni. Lögmaður Bolton hefur sakað Hvíta húsið um að bera fyrir sig þjóðaröryggi til þess að reyna að ritskoða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57 Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. 5. júní 2020 13:41 Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. 10. júní 2020 23:57
Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. 5. júní 2020 13:41
Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum. 3. mars 2020 14:49