Bók þjóðaröryggisráðgjafa Trump væntanleg í júní Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 23:57 Bolton hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi í fússi í fyrra. Bók hans er ekki talin sýna Trump forseta í fögru ljósi. Vísir/Getty Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. Bolton lét vita af því að hann gæti haft nýjar upplýsingar um atvik sem leiddu til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í vetur en bar ekki vitni í réttarhöldunum. Bolton hætti eða var rekinn, allt eftir því hvort honum eða Trump er trúað, í september eftir að þeim forsetanum hafði greint verulega á um stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu, Íran, Afganistan og Rússlandi. Lögfræðingar hafa haft bók sem Bolton skrifaði um reynslu sína sem þjóðaröryggisráðgjafi til umsagnar undanfarið. Charles Cooper, lögmaður Bolton, segir að verulegar breytingar hafi verið gerðar til að tryggja að leynilegar upplýsingar verði ekki birtar, að sögn Reuters. Hvíta húsið hafi nýlega skrifað honum bréf um að leynilega upplýsingar séu í bókinni og að útgáfa hennar myndi brjóta gegn samningi sem Bolton gerði um þagmælsku. Cooper segir þetta tilraun Hvíta hússins til þess að notfæra sér þjóðaröryggi til þess að ritskoða Bolton. Bókin verði birt eftir sem áður síðar í þessum mánuði. Bolton var gagnrýndur fyrir að greina ekki frá því sem hann vissi um tilraunir Trump til að þrýsta á Úkraínu um að rannsaka pólitískan keppinaut hans í vetur. Hann lét þingið vita af því að hann kynni að hafa upplýsingar sem hefðu þýðingu fyrir réttarhöld yfir Trump en bar hvorki vitni né greindi opinberlega frá því sem hann vissi. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Lögmaður Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að bók um tíma hans í Hvíta húsinu komi út 23. júní þrátt fyrir tilraunir lögmanna þess til að koma í veg fyrir útgáfuna. Bolton lét vita af því að hann gæti haft nýjar upplýsingar um atvik sem leiddu til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot í vetur en bar ekki vitni í réttarhöldunum. Bolton hætti eða var rekinn, allt eftir því hvort honum eða Trump er trúað, í september eftir að þeim forsetanum hafði greint verulega á um stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu, Íran, Afganistan og Rússlandi. Lögfræðingar hafa haft bók sem Bolton skrifaði um reynslu sína sem þjóðaröryggisráðgjafi til umsagnar undanfarið. Charles Cooper, lögmaður Bolton, segir að verulegar breytingar hafi verið gerðar til að tryggja að leynilegar upplýsingar verði ekki birtar, að sögn Reuters. Hvíta húsið hafi nýlega skrifað honum bréf um að leynilega upplýsingar séu í bókinni og að útgáfa hennar myndi brjóta gegn samningi sem Bolton gerði um þagmælsku. Cooper segir þetta tilraun Hvíta hússins til þess að notfæra sér þjóðaröryggi til þess að ritskoða Bolton. Bókin verði birt eftir sem áður síðar í þessum mánuði. Bolton var gagnrýndur fyrir að greina ekki frá því sem hann vissi um tilraunir Trump til að þrýsta á Úkraínu um að rannsaka pólitískan keppinaut hans í vetur. Hann lét þingið vita af því að hann kynni að hafa upplýsingar sem hefðu þýðingu fyrir réttarhöld yfir Trump en bar hvorki vitni né greindi opinberlega frá því sem hann vissi.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira