Topp 5 í kvöld: Kjartan Henry, Gary Martin og Óskar Örn segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2020 13:15 Óskar Örn Hauksson er leikja- og markahæsti KR-ingurinn í efstu deild. vísir/bára Sjötti og síðasti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 18:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Kjartan Henry Finnbogason, Gary Martin og Óskar Örn Hauksson um sín uppáhalds mörk. Óskar ræddi um fjögur mörk sem hann skoraði sjálfur og eitt sem hann lagði upp á Gary í leik KR og FH í Kaplakrika 2012. Hér fyrir neðan má sjá Óskar tala um stoðsendinguna í þessu marki. Klippa: Topp 5 - Óskar Örn Kjartan Henry Finnbogason (fæddur 1986) er uppalinn hjá KR og vakti athygli með liðinu 2004. Í desember sama ár fór hann til Celtic í Skotlandi. Eftir fimm ár erlendis gekk Kjartan aftur í raðir KR 2010. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011, Íslandsmeistari 2013 og vann bikarinn 2012 og 2014. Kjartan skoraði sigurmark KR á lokamínútunni í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík 2014. Undanfarin sex ár hefur Kjartan leikið í Danmörku með millilendingu í Ungverjalandi. Kjartan hefur skorað 38 mörk í 98 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk bronsskóinn 2011. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með KR. Kjartan hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Gary Martin (fæddur 1990) hóf ferilinn hjá Middlesbrough en náði ekki að leika fyrir aðallið félagsins. Gary kom fyrst til Íslands 2010 þegar hann gekk í raðir ÍA í næstefstu deild. Á miðju sumri 2012 fór Gary til KR og varð bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari ári seinna. Gary gekk í raðir Víkings R. fyrir tímabilið 2016 en fór til Lillestrøm í Noregi um mitt sumar. Gary kom aftur til Íslands fyrir tímabilið 2019 og samdi við Val. Þar stoppaði hann stutt og fór yfir í ÍBV. Hann varð markakóngur Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Í vetur lék hann sem lánsmaður með Darlington í heimaborg sinni. Gary hefur skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur tvisvar sinnum fengið gullskóinn og silfurskóinn einu sinni. Gary hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Óskar Örn Hauksson (fæddur 1984) er Njarðvíkingur sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindavík 2004. Eftir þrjú ár í Grindavík fór Óskar til KR 2007 þar sem hann hefur leikið síðan. Hann lék sem lánsmaður með Sandnes Ulf í Noregi 2012 og kanadíska félaginu Edmonton 2015. Óskar varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2013 og 2019 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Óskar hefur leikið 309 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 75 mörk. Hann er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar og getur bætt leikjamet Birkis Kristinssonar í sumar. Óskar er leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar hefur leikið tvo A-landsleiki. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Sjötti og síðasti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 18:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Kjartan Henry Finnbogason, Gary Martin og Óskar Örn Hauksson um sín uppáhalds mörk. Óskar ræddi um fjögur mörk sem hann skoraði sjálfur og eitt sem hann lagði upp á Gary í leik KR og FH í Kaplakrika 2012. Hér fyrir neðan má sjá Óskar tala um stoðsendinguna í þessu marki. Klippa: Topp 5 - Óskar Örn Kjartan Henry Finnbogason (fæddur 1986) er uppalinn hjá KR og vakti athygli með liðinu 2004. Í desember sama ár fór hann til Celtic í Skotlandi. Eftir fimm ár erlendis gekk Kjartan aftur í raðir KR 2010. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011, Íslandsmeistari 2013 og vann bikarinn 2012 og 2014. Kjartan skoraði sigurmark KR á lokamínútunni í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík 2014. Undanfarin sex ár hefur Kjartan leikið í Danmörku með millilendingu í Ungverjalandi. Kjartan hefur skorað 38 mörk í 98 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk bronsskóinn 2011. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með KR. Kjartan hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Gary Martin (fæddur 1990) hóf ferilinn hjá Middlesbrough en náði ekki að leika fyrir aðallið félagsins. Gary kom fyrst til Íslands 2010 þegar hann gekk í raðir ÍA í næstefstu deild. Á miðju sumri 2012 fór Gary til KR og varð bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari ári seinna. Gary gekk í raðir Víkings R. fyrir tímabilið 2016 en fór til Lillestrøm í Noregi um mitt sumar. Gary kom aftur til Íslands fyrir tímabilið 2019 og samdi við Val. Þar stoppaði hann stutt og fór yfir í ÍBV. Hann varð markakóngur Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Í vetur lék hann sem lánsmaður með Darlington í heimaborg sinni. Gary hefur skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur tvisvar sinnum fengið gullskóinn og silfurskóinn einu sinni. Gary hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Óskar Örn Hauksson (fæddur 1984) er Njarðvíkingur sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindavík 2004. Eftir þrjú ár í Grindavík fór Óskar til KR 2007 þar sem hann hefur leikið síðan. Hann lék sem lánsmaður með Sandnes Ulf í Noregi 2012 og kanadíska félaginu Edmonton 2015. Óskar varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2013 og 2019 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Óskar hefur leikið 309 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 75 mörk. Hann er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar og getur bætt leikjamet Birkis Kristinssonar í sumar. Óskar er leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar hefur leikið tvo A-landsleiki.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira