KR-konur hafa ekki skorað hjá Valsliðinu í meira en fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 14:30 Valskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir er síðasti leikmaður KR sem náði að skora hjá Val í efstu deild. Ásdís Karen skoraði markið sitt sumarið 2016 en KR konur hafa ekki skorað í 701 mínútu síðan. Vísir/Eyjólfur Garðarsson KR heimsækir Íslandsmeistara Vals í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna en þetta er fyrsti leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá KR á móti Val undanfarin ellefu tímabil í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Valur hefur ekki tapað fyrir KR í síðustu átján deildarleikjum. Valur hefur unnið 15 af þessum 18 leikjum og markatalan er 62-8 Valsliðinu í hag. Valsliðið hefur enn fremur haldið hreinu á móti KR í síðustu sjö deildarleikjum liðanna eða síðan í 1-1 jafntefli félaganna 18. maí 2016. Sú síðasta til að skora á móti KR er Ásdís Karen Halldórsdóttir en hún er einmitt leikmaður Valsliðsins í dag. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR i 1-0 á 29. mínútu í jafnteflinu á móti Val í byrjun Íslandsmótsins sumarið 2016 en Kristín Ýr Bjarnadóttir jafnaði síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok. Frá því að Ásdís Karen skoraði fyrir KR á móti Val 18. maí 2016 þá hafa KR-konur spilað 701 mínútu í röð á móti Val án þess að ná því að skora mark. Valskonur hafa þannig skorað síðustu 23 mörkin í innbyrðis leikjum liðanna í efstu deild. Markaskorarar Vals í þessum 23-0 spretti á móti KR eru: Elín Metta Jensen (6 mörk), Margrét Lára Viðarsdóttir (4), Hlín Eiríksdóttir (3), Guðrún Karítas Sigurðardóttir (2), Anisa Raquel Guajardo (2), Ariana Catrina Calderon (2), Vesna Elísa Smiljkovic, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og 1 sjálfsmark. Það er eitt að skora en annað að fagna sigri. Það er orðið afar langt síðan að KR-konur fengu þrjú stig í leik á móti Val. KR vann síðast Val í efstu deild kvenna 17. ágúst 2008. KR vann þá 3-2 sigur á Val á KR-vellinum. Valsliðið komst í 1-0 og 2-1 en mörk frá þeim Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Olgu Færseth tryggðu KR öll þrjú stigin. Síðan að KR vann Val síðast eru liðin ellefu ár, níu mánuðir og 26 dagar. Nú er spurningin hvort þessi langa bið endar í kvöld eða lengist enn frekar. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark Pepsi Max-deild kvenna KR Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
KR heimsækir Íslandsmeistara Vals í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna en þetta er fyrsti leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2020. Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá KR á móti Val undanfarin ellefu tímabil í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Valur hefur ekki tapað fyrir KR í síðustu átján deildarleikjum. Valur hefur unnið 15 af þessum 18 leikjum og markatalan er 62-8 Valsliðinu í hag. Valsliðið hefur enn fremur haldið hreinu á móti KR í síðustu sjö deildarleikjum liðanna eða síðan í 1-1 jafntefli félaganna 18. maí 2016. Sú síðasta til að skora á móti KR er Ásdís Karen Halldórsdóttir en hún er einmitt leikmaður Valsliðsins í dag. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom KR i 1-0 á 29. mínútu í jafnteflinu á móti Val í byrjun Íslandsmótsins sumarið 2016 en Kristín Ýr Bjarnadóttir jafnaði síðan metin þremur mínútum fyrir leikslok. Frá því að Ásdís Karen skoraði fyrir KR á móti Val 18. maí 2016 þá hafa KR-konur spilað 701 mínútu í röð á móti Val án þess að ná því að skora mark. Valskonur hafa þannig skorað síðustu 23 mörkin í innbyrðis leikjum liðanna í efstu deild. Markaskorarar Vals í þessum 23-0 spretti á móti KR eru: Elín Metta Jensen (6 mörk), Margrét Lára Viðarsdóttir (4), Hlín Eiríksdóttir (3), Guðrún Karítas Sigurðardóttir (2), Anisa Raquel Guajardo (2), Ariana Catrina Calderon (2), Vesna Elísa Smiljkovic, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og 1 sjálfsmark. Það er eitt að skora en annað að fagna sigri. Það er orðið afar langt síðan að KR-konur fengu þrjú stig í leik á móti Val. KR vann síðast Val í efstu deild kvenna 17. ágúst 2008. KR vann þá 3-2 sigur á Val á KR-vellinum. Valsliðið komst í 1-0 og 2-1 en mörk frá þeim Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur og Olgu Færseth tryggðu KR öll þrjú stigin. Síðan að KR vann Val síðast eru liðin ellefu ár, níu mánuðir og 26 dagar. Nú er spurningin hvort þessi langa bið endar í kvöld eða lengist enn frekar. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.00. Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark
Síðustu leikir Vals og KR í úrvalsdeild kvenna: 2019 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 3-0 2018 Í Frostaskjóli: 0-0 jafntefli Á Hlíðarenda: Valur vann 4-0 2017 Á Hlíðarenda: Valur vann 3-0 Í Frostaskjóli: Valur vann 5-0 2016 Í Frostaskjóli: Valur vann 4-0 Á Hlíðarenda: 1-1 jafntefli Samanlagt: Valur: 6 sigrar og 20 stig KR: 0 sigrar og 2 stig Valur: 23 mörk KR: 1 mark
Pepsi Max-deild kvenna KR Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira