2 dagar í Pepsi Max: Eignaðist framtíðarlandsliðsmann og varð Íslandsmeistari á sama sólarhring Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 12:15 Tryggvi Hrafn Haraldsson fæddist á sama sólarhring og faðir hans, Haraldur Ingólfsson, varð Íslandsmeistari fimmta árið í röð með Skagamönnum. Vísir/Daníel Þór Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 2 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Hrafn Haraldsson er fæddur 30. september 1996 en daginn áður tryggðu Skagamenn sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn og fór sá leikur upp á Akranesi. Haraldur Ingólfsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum á forsíðu DV Sport en stóra myndin ef af Ólafi Þórðarsyni fyrirliða liðsins með bikarinn.Skjámynd af timarit.is Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var lykilmaður í Skagaliðinu og í þessum leik á móti KR þá lagði hann upp fyrsta markið fyrir Ólaf Adolfsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Haraldur var með 9 mörk og 11 stoðsendingar í 18 leikjum á þessu tímabili. „Ég er í skýjunum. Síðasti sólarhringur hefur veitt mér mikla hamingju, það hálfa væri nóg," sagði Haraldur Ingólfsson í viðtali við Morgunblaðið, eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu sonar síns í gær. Þar kom fram að strákurinn var tæpar sextán merkur og 54 sm en hann var annað barn Haraldar og Jónínu Víglundsdóttur, eiginkonu hans. Þá vissu menn ekki að þarna var á ferðinni framtíðarlandsliðsmaður og lykilmaður í Skagaliðinu alveg eins og bæði faðir sinn og móðir sín. Haraldur náði því að verða Íslandsmeistari fimm sinnum á ferlinum (1992-1996) og Jónína Víglundsdóttir varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum (1984, 1985 og 1987). Alla titlana unnu þau með ÍA. Tryggvi Hrafn Haraldsson spilaði sína fyrstu leiki með ÍA í efstu deild sumarið 2015 en er nú kominn með 13 mörk og 10 stoðsendingar í 55 leikjum í efstu deild fyrir Skagamenn. Hann á enn heilmikið í land að ná foreldrum sínum. Haraldur Ingólfsson skoraði 59 mörk í 189 leikjum í efstu deild fyrir ÍA og móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, var með 40 mörk í 134 leikjum fyrir ÍA í efstu deild. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 2 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Hrafn Haraldsson er fæddur 30. september 1996 en daginn áður tryggðu Skagamenn sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn og fór sá leikur upp á Akranesi. Haraldur Ingólfsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum á forsíðu DV Sport en stóra myndin ef af Ólafi Þórðarsyni fyrirliða liðsins með bikarinn.Skjámynd af timarit.is Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var lykilmaður í Skagaliðinu og í þessum leik á móti KR þá lagði hann upp fyrsta markið fyrir Ólaf Adolfsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Haraldur var með 9 mörk og 11 stoðsendingar í 18 leikjum á þessu tímabili. „Ég er í skýjunum. Síðasti sólarhringur hefur veitt mér mikla hamingju, það hálfa væri nóg," sagði Haraldur Ingólfsson í viðtali við Morgunblaðið, eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu sonar síns í gær. Þar kom fram að strákurinn var tæpar sextán merkur og 54 sm en hann var annað barn Haraldar og Jónínu Víglundsdóttur, eiginkonu hans. Þá vissu menn ekki að þarna var á ferðinni framtíðarlandsliðsmaður og lykilmaður í Skagaliðinu alveg eins og bæði faðir sinn og móðir sín. Haraldur náði því að verða Íslandsmeistari fimm sinnum á ferlinum (1992-1996) og Jónína Víglundsdóttir varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum (1984, 1985 og 1987). Alla titlana unnu þau með ÍA. Tryggvi Hrafn Haraldsson spilaði sína fyrstu leiki með ÍA í efstu deild sumarið 2015 en er nú kominn með 13 mörk og 10 stoðsendingar í 55 leikjum í efstu deild fyrir Skagamenn. Hann á enn heilmikið í land að ná foreldrum sínum. Haraldur Ingólfsson skoraði 59 mörk í 189 leikjum í efstu deild fyrir ÍA og móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, var með 40 mörk í 134 leikjum fyrir ÍA í efstu deild.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki