Íslenski boltinn

Val og Breiðabliki spáð Íslandsmeistaratitlunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks lyftu Íslandsbikurunum haustið 2018 og eiga að gera það aftur í haust samvkæmt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna.
Karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks lyftu Íslandsbikurunum haustið 2018 og eiga að gera það aftur í haust samvkæmt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna. Skjámynd

Hin árlega spá var kynnt í dag á kynningarfundi fyrir Pepsi Max deildir karla og kvenna sem fór fram í húsnæði KSÍ í Laugardalnum.

Bæði karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks fengu mjög góða kosningu enda hafa flestir spekingar spáð þeim titlinum í sumar.

Valsmenn fengu 33 fleiri stig en ríkjandi Íslandsmeistarar KR í spánni fyrir Pepsi Max deild karla. Blikar voru síðan aðeins einu stigi á eftir KR í þriðja sætinu.

Nýliðum Fjölnis og Gróttu er spáð falli en Skagamenn eru aftur á móti fyrir ofan Fylki og KA í spánni. Stjörnumenn eru síðan á eftir FH en á undan Víkingi.

Breiðablik fékk 32 stigum meira en liðið í öðru sæti í spánni fyrir Pepsi Max deild kvenna. Liðið í öðru sæti í spánni er samt ekki ríkjandi Íslandsmeistarar í Val því Selfoss fékk einu stigi meira en Valur í spánni.

ÍBV og Þrótti er síðan spáð falli úr Pepsi Max deild kvenna en nýliðar FH halda sæti sínu. Fylkir og KR er síðan spá fyrir ofan Stjörnuna og Þór/KA.

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Pepsi Max deild karla:

  • 1. Valur 406 stig
  • 2. KR 373
  • 3. Breiðablik 372
  • 4. FH 311
  • 5. Stjarnan 300
  • 6. Víkingur R. 269
  • 7. ÍA 212
  • 8. Fylkir 171
  • 9. KA 136
  • 10. HK 107
  • 11. Fjölnir 84
  • 12. Grótta 69

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Pepsi Max deild kvenna:

  • 1. Beiðablik 284 stig
  • 2. Selfoss 252
  • 3. Valur 251
  • 4. Fylkir 190
  • 5. KR 178
  • 6. Starnan 147
  • 7. Þór/KA 124
  • 8. FH 91
  • 9. ÍBV 86
  • 10. Þróttur 48

Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Klippa: Kynningarfundur Pepsi Max deildanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×