Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 09:43 Starfsmenn kirkjugarðs í Ríó de Janeiro í hlífðarbúningi grafa kistu manns sem lést úr kórónuveirunni. Fjöldi látinna í faraldrinum er talinn í tugum þúsunda í Brasilíu. AP/Leo Correa Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. Síðustu tölur sem lágu fyrir bentu til þess að 34.000 hefðu látist í faraldrinum og að dauðsföll í landinu væru þau þriðju flestu í heiminum. Næstflest smit hafa jafnframt greinst í Brasilíu, rúmlega 640.000 staðfest tilfelli. Sérfræðingar hafa þó lengi deilt á opinberar tölur sem þeir telja ónákvæmar. Í sumum tilfellum telja þeir að átt hafi verið við tölurnar. Ómögulegt sé því að fá raunsanna mynd af alvarleika faraldursins í Brasilíu. Líklegt er að mun fleiri hafi smitast en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu lítil skimun hefur átt sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði á föstudag vefsíðu þar sem haldið var utan um heildarfjölda yfir smit og dauðsföll í öllum ríkjum Brasilíu eftir dögum, vikum og mánuðum. Þegar síðan fór aftur í loftið í gær var aðeins hægt að finna sólarhringstölur á síðunni, ekki uppsafnaðan fjölda frá upphafi faraldursins, að sögn AP-fréttastofunnar. Jair Bolsonaro, forseti, tísti í gær að heildartölurnar gæfu ekki „rétta mynd“ af ástandinu í landinu. Bandamenn forsetans halda því fram að tölurnar sem ríkin hafa gefið upp hafi í einhverjum tilfellum verið ýktar og að alríkisstjórnin ætlaði að endurskoða þær. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna segjast ætla að berjast gegn breytingum alríkisstjórnarinnar á bókhaldinu. Bolsonaro hefur grafið undan aðgerðum til að berjast gegn faraldrinum og gert lítið úr alvarleika hans. Þá hótaði forsetinn í síðustu viku að feta í fótspor Donalds Trump Bandaríkjaforseta og segja upp aðild Brasilíu að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. Síðustu tölur sem lágu fyrir bentu til þess að 34.000 hefðu látist í faraldrinum og að dauðsföll í landinu væru þau þriðju flestu í heiminum. Næstflest smit hafa jafnframt greinst í Brasilíu, rúmlega 640.000 staðfest tilfelli. Sérfræðingar hafa þó lengi deilt á opinberar tölur sem þeir telja ónákvæmar. Í sumum tilfellum telja þeir að átt hafi verið við tölurnar. Ómögulegt sé því að fá raunsanna mynd af alvarleika faraldursins í Brasilíu. Líklegt er að mun fleiri hafi smitast en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu lítil skimun hefur átt sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði á föstudag vefsíðu þar sem haldið var utan um heildarfjölda yfir smit og dauðsföll í öllum ríkjum Brasilíu eftir dögum, vikum og mánuðum. Þegar síðan fór aftur í loftið í gær var aðeins hægt að finna sólarhringstölur á síðunni, ekki uppsafnaðan fjölda frá upphafi faraldursins, að sögn AP-fréttastofunnar. Jair Bolsonaro, forseti, tísti í gær að heildartölurnar gæfu ekki „rétta mynd“ af ástandinu í landinu. Bandamenn forsetans halda því fram að tölurnar sem ríkin hafa gefið upp hafi í einhverjum tilfellum verið ýktar og að alríkisstjórnin ætlaði að endurskoða þær. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna segjast ætla að berjast gegn breytingum alríkisstjórnarinnar á bókhaldinu. Bolsonaro hefur grafið undan aðgerðum til að berjast gegn faraldrinum og gert lítið úr alvarleika hans. Þá hótaði forsetinn í síðustu viku að feta í fótspor Donalds Trump Bandaríkjaforseta og segja upp aðild Brasilíu að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00
Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16