Fjölmennustu mótmælin í Washington-borg til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 08:08 Mótmælin í Washington-borg í gær eru talin þau fjölmennustu til þessa í mótmælaöldunni sem hófst fyrir að verða tveimur vikum. AP/Jacquelyn Martin Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. Að minnsta kosti tugir þúsunda manna tóku þátt í tólfta degi mótmælanna sem brutust út eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi verið sein til að áætla fjölda mótmælenda en þeir gætu hafa talið hundruð þúsunda. Í Washington-borg safnaðist fólk saman við Lincoln-minnisvarðann og gekk fylktu liði að Hvíta húsinu. Einn miðpunkta mótmælanna var torg sem borgarstjóri Washington nefndi Svört líf skipta máli-torgið rétt norðan við Hvíta húsið. „Mér líður eins og ég fái að vera hluti af sögunni og hluti af hópi fólks sem reynir að breyta heiminum fyrir alla,“ sagði Jamilah Muahyman, íbúi höfðuðborgarinnar, við Hvíta húsið. Fjölbreytni er sögð hafa einkennt mótmælendur í höfuðborginni. „Sérstaklega sem hvít manneskja hagnast ég á óbreyttu ástandi þannig að það að mæta ekki og taka ekki virkan þátt í að rífa niður kerfislægan rasisma gerir með meðsekan,“ sagði Michael Drummund, ríkisstarfsmaður við Reuters um ástæður þess að hann mótmælti í gær. Mótmælendur með hnefa á lofti við Lincoln-minnisvarðann í Washington-borg í gær.AP/Alex Brandon Segja heimatilbúnar „sprengjur“ hafa sært lögreglumenn AP-fréttastofan segir að á landsvísu hafi mótmæli gærdagsins verið að mestu leyti friðsamleg. Hátíðarstemming hafi ríkt frekar en spenna sem einkenndi mótmælin í síðustu viku. Þannig breyttu mótmælendur gatnamótum sums staðar í dansgólf og boðið var upp á snarl og vatn í tjöldum. Margir mótmælendur voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins. Engar fregnir voru af meiriháttar átökum á milli lögreglu og mótmælenda í New York eða Washington. Á vesturströndinni sló þó í brýnu á milli þeirra þegar leið á daginn. Hvíta húsið var víggirt fyrir mótmælin. Donald Trump forseti, sem aflýsti golfferð í einn af klúbbum sínum um helgina, tísti þaðan um að mótmælin væru smærri í sniðum en spáð hafði verið. Í Seattle, þar sem mótmæli voru friðsöm að mestu leyti, skutu lögreglumenn handsprengjum sem stuða fólk til þess að reka mótmælendur frá lögreglustöð. Lögreglan segir að mótmælendur hafi kastað steinum, flöskum og „sprengjum“ sem hafi sært nokkra lögreglumenn án þess að skýra það frekar, að sögn Washington Post. Í New York féllu mótmælendur niður á hné til þess að mótmæla kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Margir voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins sem enn geisar.AP/Craig Ruttle Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56 Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju héldu áfram í mörgum borgum Bandaríkjanna í gær. Þau eru sögð hafa farið að mestu friðsamlega fram. Í Washington-borg mótmælu um tíu þúsund manns í stærstu mótmælunum í borginni til þessa. Að minnsta kosti tugir þúsunda manna tóku þátt í tólfta degi mótmælanna sem brutust út eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi verið sein til að áætla fjölda mótmælenda en þeir gætu hafa talið hundruð þúsunda. Í Washington-borg safnaðist fólk saman við Lincoln-minnisvarðann og gekk fylktu liði að Hvíta húsinu. Einn miðpunkta mótmælanna var torg sem borgarstjóri Washington nefndi Svört líf skipta máli-torgið rétt norðan við Hvíta húsið. „Mér líður eins og ég fái að vera hluti af sögunni og hluti af hópi fólks sem reynir að breyta heiminum fyrir alla,“ sagði Jamilah Muahyman, íbúi höfðuðborgarinnar, við Hvíta húsið. Fjölbreytni er sögð hafa einkennt mótmælendur í höfuðborginni. „Sérstaklega sem hvít manneskja hagnast ég á óbreyttu ástandi þannig að það að mæta ekki og taka ekki virkan þátt í að rífa niður kerfislægan rasisma gerir með meðsekan,“ sagði Michael Drummund, ríkisstarfsmaður við Reuters um ástæður þess að hann mótmælti í gær. Mótmælendur með hnefa á lofti við Lincoln-minnisvarðann í Washington-borg í gær.AP/Alex Brandon Segja heimatilbúnar „sprengjur“ hafa sært lögreglumenn AP-fréttastofan segir að á landsvísu hafi mótmæli gærdagsins verið að mestu leyti friðsamleg. Hátíðarstemming hafi ríkt frekar en spenna sem einkenndi mótmælin í síðustu viku. Þannig breyttu mótmælendur gatnamótum sums staðar í dansgólf og boðið var upp á snarl og vatn í tjöldum. Margir mótmælendur voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins. Engar fregnir voru af meiriháttar átökum á milli lögreglu og mótmælenda í New York eða Washington. Á vesturströndinni sló þó í brýnu á milli þeirra þegar leið á daginn. Hvíta húsið var víggirt fyrir mótmælin. Donald Trump forseti, sem aflýsti golfferð í einn af klúbbum sínum um helgina, tísti þaðan um að mótmælin væru smærri í sniðum en spáð hafði verið. Í Seattle, þar sem mótmæli voru friðsöm að mestu leyti, skutu lögreglumenn handsprengjum sem stuða fólk til þess að reka mótmælendur frá lögreglustöð. Lögreglan segir að mótmælendur hafi kastað steinum, flöskum og „sprengjum“ sem hafi sært nokkra lögreglumenn án þess að skýra það frekar, að sögn Washington Post. Í New York féllu mótmælendur niður á hné til þess að mótmæla kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Margir voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins sem enn geisar.AP/Craig Ruttle
Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56 Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Þúsundir mótmæla í Washington Þúsundir mótmælenda marsera nú um götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, til þess að mótmæla lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. 6. júní 2020 21:56
Lýsa sig saklausa af því að hafa hrint eldri borgara Lögreglumennirnir tveir sem ákærðir hafa verið líkamsárás gegn 75 ára gömlum vegfarenda í mótmælum í Buffalo i New York ríki Bandaríkjanna á dögunum lýstu sig saklausa af ákærum í málinu. 6. júní 2020 23:20