Enski boltinn

1195 kórónupróf í ensku úr­vals­deildinni en ekkert já­kvætt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jürgen Klopp og hans lærisveinar fá bráðum að spila fótbolta á nýjan leik.
Jürgen Klopp og hans lærisveinar fá bráðum að spila fótbolta á nýjan leik. Getty/Clive Brunskill

Ekkert próf sem var gert í leikmannahópum ensku úrvalsdeildarinnar vegna kórónuveirunnar var jákvætt. Tæplega 1200 próf voru gerð en ekkert þeirra reyndist jákvætt.

Þetta var í sjötta sinn sem leikmenn, þjálfarar og starfsmenn félaganna gangast undir skoðun vegna kórónuveirunnar og í undanförnum prufunum hafa nokkrir greinst.

Það greindist þó enginn í nýjustu prófununum. 1195 próf og ekkert jákvætt en prófin voru gerð í gær og fyrradag. Enski boltinn fer aftur af stað bak við luktar dyr á þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×