Íslenski boltinn

Sjáðu lang­skotið sem tryggði Sel­fyssingum fyrsta titil sumarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anna María skoraði sigurmarkið í dag.
Anna María skoraði sigurmarkið í dag. vísir/haraldur

Anna María Friðgeirsdóttir tryggði Selfossi fyrsta titil sumarsins í kvennaflokki er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Val í Meistarakeppni KSÍ sem fór fram á Origo-vellinum í dag.

Elín Metta Jensen kom Íslandsmeisturunum yfir í fyrri hálfleik en Tiffany McCarty jafnaði metin er sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þá gengu bikarmeistararnir á lagið.

Sigurmarkið kom svo tíu mínútum fyrir leikslok er Anna María skoraði með langskoti, yfir Söndru Sigurðardóttur í marki Vals. Pepsi Max-deild kvenna hefst svo á föstudagskvöldið með leik Vals og KR.

Klippa: 1-0 Elín Metta
Klippa: 1-1 Tiffany Janea MC Carty
Klippa: 1-2 Anna María Friðgeirsdóttir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.