Íslenski boltinn

Brynjar Ásgeir ekki með FH í sumar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brynjar Ásgeir Guðmundsson.
Brynjar Ásgeir Guðmundsson. Mynd/Arnþór

Pepsi-Max deildarlið FH hefur orðið fyrir áfalli þar sem miðjumaðurinn Brynjar Ásgeir Guðmundsson meiddist á æfingu á dögunum og er nú ljóst að hann mun ekki geta tekið þátt í Íslandsmótinu í sumar.

Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Brynjar Ásgeir sleit hásin og mun þurfa að gangast undir aðgerð vegna þessa. Í kjölfarið tekur við löng endurhæfing.

„Ég set stefnuna á að vera kominn á fullt í febrúar eða mars. Eftir aðgerð tekur við sex til átta mánaða endurhæfing,“ er haft eftir Brynjari.

Brynjar lék 12 leiki í deild og bikar á síðustu leiktíð en hann hefur spilað með uppeldisfélagi sínu, FH, stærstan hluta ferilsins en lék með Grindavík í Pepsi-deildinni tvö tímabil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.