Fjölskyldufaðirinn og Íslandsmeistarinn tengir lítið sem ekki neitt við tækninýjungar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 23:00 Beitir fagnar Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð ásamt syni sínum. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Markverðir eru ekki eins og fólk er flest, eða svo er oft sagt. Það á hins vegar vissulega við um Beiti Ólafsson, markvörð Íslandsmeistara KR. Hann var í skemmtilegu viðtali á vef Íslandsmeistaranna þar sem kemur fram að hann hefur lítinn áhuga á tækninýjunum, er með æfingaplanið á ísskápnum og elskar kröfurnar í Vesturbænum. Beitir kom óvænt inn í lið KR sumarið 2017 eftir að hafa verið hættur í fótbolta. Var það hans fyrsta tímabil í efstu deild. Stóð hann sig það vel að hann fékk áframhaldandi samning og varð síðan Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar. Sjá einnig: Saga Beitis sýnir hvað menn eru lélegir að meta hæfileika Rúnar setti töluverða pressu á Beiti fyrir síðustu leiktíð þar sem hann sagði að markvörðurinn væri sá besti í deildinni. Beitir virðist njóta sín undir pressu og er enn hungraður þó hann hafi landað þeim stóra í fyrra. „Það er miklu erfiðara að verja titil og mér finnst þetta afskaplega heillandi áskorun. Það er verðugt og skemmtilegt verkefni að standa undir öllu því hrósi sem við fengum á síðasta tímabili,“ sagði Beitir á vef KR. Hinn 34 ára gamli Beitir er tveggja barna faðir ásamt því að reka verktakafyrirtæki með fjölskyldu sinni. Þar mætir hann nær alla daga, líka á leikdegi. „Það fylgir sveigjanleiki að starfa í fjölskyldufyrirtæki og ráða sér töluvert sjálfur. Einn daginn get ég verið að færa til 200 kílóa rör en næsta dag er ég kannski bara að dunda mér. Ég reyni að skipuleggja vinnuna þannig að ég sé ekki í erfiðum verkefnum daginn fyrir leik. Auk þess vinn ég sleitulaust yfir veturinn en á sumrin er þetta rólegra,“ sagði Beitir en hann glímdi við bakmeiðsli í vetur. Ásamt þvi að ræða hina margrómuðu sigurhefð og þær gífurlegu kröfur sem eru gerðar í Vesturbænum þá ræddi Beitir einnig dálæti sitt á tækni, eða skort þar á. Enda er markvörðurinn knái eflaust eini leikmaður Pepsi Max deildarinnar sem á ekki snjallsíma. „Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti. Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu.“ „Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum. Mér finnst líka rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig,“ sagði Beitir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Markverðir eru ekki eins og fólk er flest, eða svo er oft sagt. Það á hins vegar vissulega við um Beiti Ólafsson, markvörð Íslandsmeistara KR. Hann var í skemmtilegu viðtali á vef Íslandsmeistaranna þar sem kemur fram að hann hefur lítinn áhuga á tækninýjunum, er með æfingaplanið á ísskápnum og elskar kröfurnar í Vesturbænum. Beitir kom óvænt inn í lið KR sumarið 2017 eftir að hafa verið hættur í fótbolta. Var það hans fyrsta tímabil í efstu deild. Stóð hann sig það vel að hann fékk áframhaldandi samning og varð síðan Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar. Sjá einnig: Saga Beitis sýnir hvað menn eru lélegir að meta hæfileika Rúnar setti töluverða pressu á Beiti fyrir síðustu leiktíð þar sem hann sagði að markvörðurinn væri sá besti í deildinni. Beitir virðist njóta sín undir pressu og er enn hungraður þó hann hafi landað þeim stóra í fyrra. „Það er miklu erfiðara að verja titil og mér finnst þetta afskaplega heillandi áskorun. Það er verðugt og skemmtilegt verkefni að standa undir öllu því hrósi sem við fengum á síðasta tímabili,“ sagði Beitir á vef KR. Hinn 34 ára gamli Beitir er tveggja barna faðir ásamt því að reka verktakafyrirtæki með fjölskyldu sinni. Þar mætir hann nær alla daga, líka á leikdegi. „Það fylgir sveigjanleiki að starfa í fjölskyldufyrirtæki og ráða sér töluvert sjálfur. Einn daginn get ég verið að færa til 200 kílóa rör en næsta dag er ég kannski bara að dunda mér. Ég reyni að skipuleggja vinnuna þannig að ég sé ekki í erfiðum verkefnum daginn fyrir leik. Auk þess vinn ég sleitulaust yfir veturinn en á sumrin er þetta rólegra,“ sagði Beitir en hann glímdi við bakmeiðsli í vetur. Ásamt þvi að ræða hina margrómuðu sigurhefð og þær gífurlegu kröfur sem eru gerðar í Vesturbænum þá ræddi Beitir einnig dálæti sitt á tækni, eða skort þar á. Enda er markvörðurinn knái eflaust eini leikmaður Pepsi Max deildarinnar sem á ekki snjallsíma. „Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti. Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu.“ „Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum. Mér finnst líka rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig,“ sagði Beitir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira