Íslenski boltinn

Hjörvar: Saga Beitis sýnir hvað menn eru lélegir að meta hæfileika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Beitir Ólafsson í leik með KR.
Beitir Ólafsson í leik með KR. Vísir/Stefán
Beitir Ólafsson hefur spilað vel með KR síðan hann var fenginn til liðsins á neyðarláni vegna meiðsla markvarða KR fyrr í sumar.

Stefán Logi Magnússon er nú kominn aftur af stað en Beitir hefur engu að síður kominn í byrjunarlið KR á ný og hélt hreinu þegar hans menn unnu Víkinga, 3-0.

„Stóra sagan í liði KR er Beitir Ólafsson, sem er búinn að henda Stefáni Loga úr markinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport, í þætti gærkvöldsins er tólfta umferð deildarinnar var gerð upp.

Hann bendir á að Beitir hafi í lok tímabilsins 2015 stigið fram í fjölmiðlum og óskað eftir að fá tækifæri í Pepsi-deildinni.

„Það vildi hann enginn og hann endaði í Keflavík. Það er ekki fyrr en að KR lenti í krísu að einhver þorði að taka sénsinn á honum.“

„Allir sem hafa séð Beiti í KR sjá að hann er nógu góður fyrir efstu deild og hann æfði ekkert í vetur,“ benti Hjörvar enn fremur á.

„Þetta segir manni hvað menn eru oft lélegir að meta hæfileika.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×