Börn fædd 2005 eða síðar teljast ekki með á leikjunum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 14:30 Unga knattspyrnufólkið okkar getur mætt á alla fótboltaleiki í sumar án þess að það hafi áhrif á hámarksfjölda áhorfenda á leikjum. VÍSIR/VILHELM Börn sem eru fimmtán ára og yngri verða ekki talin með þegar félög mega aðeins hleypa ákveðnum fjölda áhorfenda inn á heimaleiki sína í sumar. Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að sambandið hafi nú fengið staðfestingu frá heilbrigðisyfirvöldum um að börn fædd 2005 og síðar verði ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki í sumar. Staðfesting hefur fengist frá heilbrigðisyfirvöldum að börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki.https://t.co/ZeLQFYPqbN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2020 Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna COVID-19 er hámarks áhorfendafjöldi á leiki á Íslandi tvö hundruð manns en inni í þeirri tölu eru aðeins fullorðnir og börn fædd 2005 og síðar teljast því ekki með. Unga knattspyrnufólkið á Íslandi getur því fjölmennt á alla leiki án þess að það hafi nein áhrif á fjölda þeirra áhorfenda sem eru leyfðir á leikjunum. Þess ber einnig að geta að tveir metrar skulu vera á milli þeirra hólfa sem sett eru upp á völlum. Félögin geta skipt áhorfendastúkum sínum upp í hólf sem hvert og eitt getur tekið tvö hundruð manns. Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar varðandi það. Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Börn sem eru fimmtán ára og yngri verða ekki talin með þegar félög mega aðeins hleypa ákveðnum fjölda áhorfenda inn á heimaleiki sína í sumar. Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að sambandið hafi nú fengið staðfestingu frá heilbrigðisyfirvöldum um að börn fædd 2005 og síðar verði ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki í sumar. Staðfesting hefur fengist frá heilbrigðisyfirvöldum að börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki.https://t.co/ZeLQFYPqbN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2020 Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna COVID-19 er hámarks áhorfendafjöldi á leiki á Íslandi tvö hundruð manns en inni í þeirri tölu eru aðeins fullorðnir og börn fædd 2005 og síðar teljast því ekki með. Unga knattspyrnufólkið á Íslandi getur því fjölmennt á alla leiki án þess að það hafi nein áhrif á fjölda þeirra áhorfenda sem eru leyfðir á leikjunum. Þess ber einnig að geta að tveir metrar skulu vera á milli þeirra hólfa sem sett eru upp á völlum. Félögin geta skipt áhorfendastúkum sínum upp í hólf sem hvert og eitt getur tekið tvö hundruð manns. Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar varðandi það. Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu.
Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira