Börn fædd 2005 eða síðar teljast ekki með á leikjunum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 14:30 Unga knattspyrnufólkið okkar getur mætt á alla fótboltaleiki í sumar án þess að það hafi áhrif á hámarksfjölda áhorfenda á leikjum. VÍSIR/VILHELM Börn sem eru fimmtán ára og yngri verða ekki talin með þegar félög mega aðeins hleypa ákveðnum fjölda áhorfenda inn á heimaleiki sína í sumar. Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að sambandið hafi nú fengið staðfestingu frá heilbrigðisyfirvöldum um að börn fædd 2005 og síðar verði ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki í sumar. Staðfesting hefur fengist frá heilbrigðisyfirvöldum að börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki.https://t.co/ZeLQFYPqbN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2020 Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna COVID-19 er hámarks áhorfendafjöldi á leiki á Íslandi tvö hundruð manns en inni í þeirri tölu eru aðeins fullorðnir og börn fædd 2005 og síðar teljast því ekki með. Unga knattspyrnufólkið á Íslandi getur því fjölmennt á alla leiki án þess að það hafi nein áhrif á fjölda þeirra áhorfenda sem eru leyfðir á leikjunum. Þess ber einnig að geta að tveir metrar skulu vera á milli þeirra hólfa sem sett eru upp á völlum. Félögin geta skipt áhorfendastúkum sínum upp í hólf sem hvert og eitt getur tekið tvö hundruð manns. Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar varðandi það. Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Sport Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Börn sem eru fimmtán ára og yngri verða ekki talin með þegar félög mega aðeins hleypa ákveðnum fjölda áhorfenda inn á heimaleiki sína í sumar. Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að sambandið hafi nú fengið staðfestingu frá heilbrigðisyfirvöldum um að börn fædd 2005 og síðar verði ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki í sumar. Staðfesting hefur fengist frá heilbrigðisyfirvöldum að börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki.https://t.co/ZeLQFYPqbN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2020 Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna COVID-19 er hámarks áhorfendafjöldi á leiki á Íslandi tvö hundruð manns en inni í þeirri tölu eru aðeins fullorðnir og börn fædd 2005 og síðar teljast því ekki með. Unga knattspyrnufólkið á Íslandi getur því fjölmennt á alla leiki án þess að það hafi nein áhrif á fjölda þeirra áhorfenda sem eru leyfðir á leikjunum. Þess ber einnig að geta að tveir metrar skulu vera á milli þeirra hólfa sem sett eru upp á völlum. Félögin geta skipt áhorfendastúkum sínum upp í hólf sem hvert og eitt getur tekið tvö hundruð manns. Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar varðandi það. Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu.
Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Sport Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira