Verður Ighalo áfram í Manchester borg? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 15:00 Ighalo fagnar marki gegn LASK í Evrópudeildinni skömmu áður en allur fótbolti var settur á ís. vísir/getty Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er við það að framlengja lánsamning Odion Ighalo sem er á láni frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua. Núverandi lánsamningur félaganna rennur út á sunnudaginn eftir viku. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, vill halda nígeríska framherjanum í herbúðum sínum þangað til í janúar á næsta ári. Það þýðir að Ighalo myndi missa af meirihluta kínversku úrvalsdeildarinnar sem á að hefjast í júní. Upphaflega vildi Shenhua aðeins lána Ighalo með þvi skilyrði að Man Utd myndi kaupa hann ef leikmaðurinn næði ákveðnum leikjafjölda. Nú er komið annað hljóð í strokkinn en óljóst er hvort Ighaldo geti farið aftur til Kína á næstunni vegna kórónufaraldursins. Hann myndi því hvort eð er missa af fjölda leikja liðsins og því gæti verið vænlegast að framlengja lánsdvöl hans í Manchester. Sky Sports greinir frá. Þá er talið að kínverska félagið hafi boðið Ighalo nýjan samning á dögunum. Núverandi samningur hans við félagið rennur út í desember 2022 en sá nýi gildir til desember 2024 og myndi gefa Ighalo 400 þúsund pund á viku eða litlar 67 milljónir króna. The man to fire Manchester United back into the Champions League? — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Ighalo lék átta leiki fyrir Manchester United eftir að hafa komið á láni í janúar á þessu ári. Skoraði hann fjögur mörk fyrir félagið en framherjanum stóra og stæðilega tókst ekki að skora í úrvalsdeildinni. Hann virðist nú fá frekari tækifæri til þess en hann er hugsaður sem varaskeifa fyrir þá Anthony Martial og Marcus Rashford. Þá gefur hann Solskjær aðra valmöguleika í framlínunni en þessi þrítugi framherji er töluvert líkamlega sterkari en aðrir framherjar United liðsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er við það að framlengja lánsamning Odion Ighalo sem er á láni frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua. Núverandi lánsamningur félaganna rennur út á sunnudaginn eftir viku. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, vill halda nígeríska framherjanum í herbúðum sínum þangað til í janúar á næsta ári. Það þýðir að Ighalo myndi missa af meirihluta kínversku úrvalsdeildarinnar sem á að hefjast í júní. Upphaflega vildi Shenhua aðeins lána Ighalo með þvi skilyrði að Man Utd myndi kaupa hann ef leikmaðurinn næði ákveðnum leikjafjölda. Nú er komið annað hljóð í strokkinn en óljóst er hvort Ighaldo geti farið aftur til Kína á næstunni vegna kórónufaraldursins. Hann myndi því hvort eð er missa af fjölda leikja liðsins og því gæti verið vænlegast að framlengja lánsdvöl hans í Manchester. Sky Sports greinir frá. Þá er talið að kínverska félagið hafi boðið Ighalo nýjan samning á dögunum. Núverandi samningur hans við félagið rennur út í desember 2022 en sá nýi gildir til desember 2024 og myndi gefa Ighalo 400 þúsund pund á viku eða litlar 67 milljónir króna. The man to fire Manchester United back into the Champions League? — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Ighalo lék átta leiki fyrir Manchester United eftir að hafa komið á láni í janúar á þessu ári. Skoraði hann fjögur mörk fyrir félagið en framherjanum stóra og stæðilega tókst ekki að skora í úrvalsdeildinni. Hann virðist nú fá frekari tækifæri til þess en hann er hugsaður sem varaskeifa fyrir þá Anthony Martial og Marcus Rashford. Þá gefur hann Solskjær aðra valmöguleika í framlínunni en þessi þrítugi framherji er töluvert líkamlega sterkari en aðrir framherjar United liðsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira