Erlent

Micros­oft skiptir blaða­mönnum út fyrir vél­menni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Microsoft hyggst skipta blaðamönnum út fyrir gervigreind.
Microsoft hyggst skipta blaðamönnum út fyrir gervigreind. Getty/ John Lamparski

Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa. Blaðamenn vinna hjá fréttastofu Microsoft við að velja fréttir sem birtar eru á öðrum fréttavefsíðum, myndir og fyrirsagnir en gervigreind mun taka við því verkefni innan skamms samkvæmt frétt sem birtist á vef breska ríkisútvarpsins.

Fyrirtækið greindi frá því að breytingin væri hluti af endurmati innan fyrirtækisins. „Líkt og önnur fyrirtæki metum við rekstur fyrirtækisins reglulega. Það getur leitt til þess að fjárfest sé meira í ákveðnum deildum innan fyrirtækisins og stundum að hliðrað sé til í starfsliðinu,“ sagði í yfirlýsingu frá Microsoft. „Þessar ákvarðanir eru ekki vegna faraldursins sem ríður nú yfir.“

Microsoft, líkt og mörg önnur tæknifyrirtæki, greiða fréttastofum fyrir að fá að birta fréttir frá þeim á vefsíðu sinni. Microsoft greiðir einnig blaðamönnum fyrir að velja hvaða fréttir skulu birtar. Í kring um 50 blaðamenn sem eru á verktakasamningi munu missa vinnuna í lok júní hjá Microsoft, en teymi blaðamanna sem vinna fulla vinnu hjá Microsoft munu þó halda áfram.

„Það er mannskemmandi að hugsa til þess að vélar geti komið í stað manns en þar hefurðu það,“ sagði einn þeirra sem mun missa vinnuna í samtali við Seattle Times. Nokkrir blaðamannanna sem munu missa vinnuna bentu á það að gervigreind gæti ekki endilega áttað sig á ritstjórnarreglum og gæti hleypt fréttum í gegn sem væru óviðeigandi.


Tengdar fréttir

Stefnt á að hægt verði að tala ís­lensku við tækin eftir fimm ár

„Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×