Veðurstofan hyggst mæta óskum bæjarfélaga um „betri“ veðurspár Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2020 21:06 Árni Snorrason veðurstofustjóri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Það er alkunna að Íslendingar vilja ferðast eftir veðrinu og nú þegar stefnir í að þjóðin ætli að ferðast innanlands í sumar hefur aldrei verið mikilvægara fyrir hagsmunaaðila að fá góða veðurspá. Veðurstofan hyggst koma til móts við þessar óskir, - þó ekki með því með því að spá alltaf veðurblíðu heldur með nákvæmari veðurspám fyrir bæjarfélög landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á Vísi á dögunum frá óánægju íbúa á Hólmavík með að aðalspákort Veðurstofunnar fyrir Strandir sýndi í raun veðrið í 400 metra hæð á Steingrímsfjarðarheiði en ekki á Hólmavík og þar gæti munað heilum tíu gráðum í hita. Sjá hér: Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Hólmvíkinga hafa nokkuð til síns máls. „Á landskortinu okkar þá er Steingrímsfjarðarheiði sýnd og það er náttúrlega ákaflega óhagfellt á sumrin. En kannski á veturna er það betra. En hins vegar á landshlutakortinu, þá er Hólmavík sýnd. En við erum alltaf að reyna að bæta þetta og erum í samskiptum við Hólmvíkinga um þetta og vonandi finnum við góða lausn á þessu.“ Frá Hólmavík við Steingrímsfjörð. Mynd/Vísir. Hann segir Veðurstofuna þó þurfa að lúta alþjóðlegum stöðlum um að nærumhverfi trufli ekki mælingar. Þannig hafi stöðin á Kirkjubæjarklaustri verið færð þegar trjálundur var farinn að gefa of mikið skjól. „Við þekkjum þetta víðar, eins og frá Egilsstöðum. Þar erum við núna að mæla á flugvellinum,“ segir veðurstofustjóri, en það þýðir að meiri vindur mælist þar en ef stöðin væri inni í bænum, umgirt trjágróðri. Vestmannaeyingar vilja sýna aðra mynd en veðrið á Stórhöfða. „Það má ekki gleyma því að þessar veðurstöðvar voru ekki síst fyrir sjófarendur og fyrir sjómenn, meðal annars í Vestmannaeyjum. En það er engin launung að þar er gríðarlegur munur á veðri. Það hefur verið lagað í samvinnu við heimamenn.“ Ísfirðingar spyrja hversvegna aðalstöðin á norðanverðum Vestfjörðum sé Bolungarvík en Árni segir Alþjóðaflugmálastofnunina í samstarfi um þá stöð og greiða fyrir hana. „Það val var algerlega grundvallað á flugvellinum á Ísafirði, aðflugsskilyrðum þar.“ En Veðurstofan hyggst bæta úr með því að bjóða upp á svipaða framsetningu og norska stöðin yr.no þar sem menn geti séð spá fyrir hverja sveit og jafnvel einstök hverfi á Reykjavíkursvæðinu. „Vonandi fer það í loftið á næstu - ég vil kannski ekki segja á næstu mánuðum, en næstu einu til tveimur misserum – þar sem menn sjá í rauninni okkar besta mat á veðri á sem flestum punktum á landinu, þar með öllum sveitarfélögum,“ segir Árni Snorrason veðurstofustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Skaftárhreppur Fljótsdalshérað Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Tengdar fréttir Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Það er alkunna að Íslendingar vilja ferðast eftir veðrinu og nú þegar stefnir í að þjóðin ætli að ferðast innanlands í sumar hefur aldrei verið mikilvægara fyrir hagsmunaaðila að fá góða veðurspá. Veðurstofan hyggst koma til móts við þessar óskir, - þó ekki með því með því að spá alltaf veðurblíðu heldur með nákvæmari veðurspám fyrir bæjarfélög landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á Vísi á dögunum frá óánægju íbúa á Hólmavík með að aðalspákort Veðurstofunnar fyrir Strandir sýndi í raun veðrið í 400 metra hæð á Steingrímsfjarðarheiði en ekki á Hólmavík og þar gæti munað heilum tíu gráðum í hita. Sjá hér: Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Hólmvíkinga hafa nokkuð til síns máls. „Á landskortinu okkar þá er Steingrímsfjarðarheiði sýnd og það er náttúrlega ákaflega óhagfellt á sumrin. En kannski á veturna er það betra. En hins vegar á landshlutakortinu, þá er Hólmavík sýnd. En við erum alltaf að reyna að bæta þetta og erum í samskiptum við Hólmvíkinga um þetta og vonandi finnum við góða lausn á þessu.“ Frá Hólmavík við Steingrímsfjörð. Mynd/Vísir. Hann segir Veðurstofuna þó þurfa að lúta alþjóðlegum stöðlum um að nærumhverfi trufli ekki mælingar. Þannig hafi stöðin á Kirkjubæjarklaustri verið færð þegar trjálundur var farinn að gefa of mikið skjól. „Við þekkjum þetta víðar, eins og frá Egilsstöðum. Þar erum við núna að mæla á flugvellinum,“ segir veðurstofustjóri, en það þýðir að meiri vindur mælist þar en ef stöðin væri inni í bænum, umgirt trjágróðri. Vestmannaeyingar vilja sýna aðra mynd en veðrið á Stórhöfða. „Það má ekki gleyma því að þessar veðurstöðvar voru ekki síst fyrir sjófarendur og fyrir sjómenn, meðal annars í Vestmannaeyjum. En það er engin launung að þar er gríðarlegur munur á veðri. Það hefur verið lagað í samvinnu við heimamenn.“ Ísfirðingar spyrja hversvegna aðalstöðin á norðanverðum Vestfjörðum sé Bolungarvík en Árni segir Alþjóðaflugmálastofnunina í samstarfi um þá stöð og greiða fyrir hana. „Það val var algerlega grundvallað á flugvellinum á Ísafirði, aðflugsskilyrðum þar.“ En Veðurstofan hyggst bæta úr með því að bjóða upp á svipaða framsetningu og norska stöðin yr.no þar sem menn geti séð spá fyrir hverja sveit og jafnvel einstök hverfi á Reykjavíkursvæðinu. „Vonandi fer það í loftið á næstu - ég vil kannski ekki segja á næstu mánuðum, en næstu einu til tveimur misserum – þar sem menn sjá í rauninni okkar besta mat á veðri á sem flestum punktum á landinu, þar með öllum sveitarfélögum,“ segir Árni Snorrason veðurstofustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Skaftárhreppur Fljótsdalshérað Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Tengdar fréttir Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17