Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2020 08:57 Minnst 300 mótmælendur hafa verið handteknir. Blaðamönnum sem hafa myndað mótmælin hefur verið hótað af lögregluþjónum. AP/Vincent Yu Piparkúlum var skotið að mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghús Hong Kong í morgun. Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. Þingmenn ræddu í morgun öryggisfrumvarpið umdeilda og gera enn, þegar þetta er skrifað. Fyrir utan þinghúsið hafa tugir ungmenna verið handtekin og öryggissveitir hafa varað mótmælendur við því að koma saman. Mótmælendurnir vilja ekki að dregið verði frekar úr réttindum þeirra með því að aðlaga lög Hong Kong að lögum meginlands Kína. Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði tryggt áfram með „eitt land, tvö kerfi“ aðferðinni. Málfrelsi, frelsi fjölmiðla og það að mótmæli séu leyfð er tryggt í stjórnarskrá Hong Kong, sem stýrir sambandi eyjunnar og Kína. Andstæðingar öryggislaganna segja þau ógna þessari stjórnarskrá. Mótmælendur og aðrir hafa lengi kvartað yfir því að Kommúnistaflokkur Kína hafi grafið undan sjálfstæði Hong Kong. Árið 2014 áttu mikil mótmæli sér stað á eyjunni, sem kennd hafa verið við regnhlífar, þegar frumvarp var lagt fram sem átti að tryggja yfirvöldum Kína rétt til að meina fólki að bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong. Það frumvarp var að endingu lagt niður. Gífurlega umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong í fyrra eftir að frumvarp var lagt fram um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlandsins án dóms og laga. Það frumvarp var einnig lagt niður en mótmælin fóru þá að snúast um almennar umbætur í lýðræði. Lögregluþjónar hafa fjölmennt við þinghús Hong Kong.AP/Vincent Yu Öryggislögin sem til stendur að samþykkja nú myndu gera mótmæli svo gott sem ólögleg. Meðal annars fela lögin í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Eins og bent er á á vef Reuters er vísað til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Hong Kong og segir forsetinn að verið sé að undirbúa refsiaðgerðir gegn Kína vegna öryggislaganna. Bretar, Ástralar og yfirvöld Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum. Causeway Bay. The punishment for being young in Hong Kong. #NationalSecurityLaw #StandWithHongKong #HongKongProtests@StandNewsHK pic.twitter.com/dJF3semh9B— woppa 🎗😷 (@Woppa1Woppa) May 27, 2020 #Breaking Woah, Police fire rubber bullets indiscriminately into the crowds on the streets in #HongKong #IStandWithHongKong #CCP pic.twitter.com/sEHsQWQXne— Timjbo 🇦🇺💧 (@Tim_jbo) May 27, 2020 Hong Kong Kína Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Piparkúlum var skotið að mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghús Hong Kong í morgun. Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. Þingmenn ræddu í morgun öryggisfrumvarpið umdeilda og gera enn, þegar þetta er skrifað. Fyrir utan þinghúsið hafa tugir ungmenna verið handtekin og öryggissveitir hafa varað mótmælendur við því að koma saman. Mótmælendurnir vilja ekki að dregið verði frekar úr réttindum þeirra með því að aðlaga lög Hong Kong að lögum meginlands Kína. Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði tryggt áfram með „eitt land, tvö kerfi“ aðferðinni. Málfrelsi, frelsi fjölmiðla og það að mótmæli séu leyfð er tryggt í stjórnarskrá Hong Kong, sem stýrir sambandi eyjunnar og Kína. Andstæðingar öryggislaganna segja þau ógna þessari stjórnarskrá. Mótmælendur og aðrir hafa lengi kvartað yfir því að Kommúnistaflokkur Kína hafi grafið undan sjálfstæði Hong Kong. Árið 2014 áttu mikil mótmæli sér stað á eyjunni, sem kennd hafa verið við regnhlífar, þegar frumvarp var lagt fram sem átti að tryggja yfirvöldum Kína rétt til að meina fólki að bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong. Það frumvarp var að endingu lagt niður. Gífurlega umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong í fyrra eftir að frumvarp var lagt fram um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlandsins án dóms og laga. Það frumvarp var einnig lagt niður en mótmælin fóru þá að snúast um almennar umbætur í lýðræði. Lögregluþjónar hafa fjölmennt við þinghús Hong Kong.AP/Vincent Yu Öryggislögin sem til stendur að samþykkja nú myndu gera mótmæli svo gott sem ólögleg. Meðal annars fela lögin í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Eins og bent er á á vef Reuters er vísað til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Hong Kong og segir forsetinn að verið sé að undirbúa refsiaðgerðir gegn Kína vegna öryggislaganna. Bretar, Ástralar og yfirvöld Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum. Causeway Bay. The punishment for being young in Hong Kong. #NationalSecurityLaw #StandWithHongKong #HongKongProtests@StandNewsHK pic.twitter.com/dJF3semh9B— woppa 🎗😷 (@Woppa1Woppa) May 27, 2020 #Breaking Woah, Police fire rubber bullets indiscriminately into the crowds on the streets in #HongKong #IStandWithHongKong #CCP pic.twitter.com/sEHsQWQXne— Timjbo 🇦🇺💧 (@Tim_jbo) May 27, 2020
Hong Kong Kína Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira