Veður

Hiti allt að tuttugu stig á föstu­daginn

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er vætu bæði sunnan- og vestantil í dag.
Spáð er vætu bæði sunnan- og vestantil í dag. Veðurstofan

Nú er hann lagstur í dæmigerðar sunnanáttir með vætu sunnan- og vestanlands. Reikna má með suðvestan 10 til 18 metra á sekúndu þar sem hvassast verður á norðvestantil.

Veðurstofan spáir þurrviðri á Norður- og Austurlandi og jafnvel sólarglætum en ekki er útlit fyrir breytingar á næstu dögum.

Í hugleiðingum veðurfræðings er spáð hlýindum á norðaustanverðu landinu og nær líklega 20 stigum á föstudag yfir hádaginn. Heldur verður svalara í súldinni fyrir sunnan fer hiti varla mikið yfir 10 stig á þeim slóðum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðlæg átt, 8-13 m/s og rigning eða súld með köflum, en víða bjartviðri NA-lands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.

Á föstudag: Suðaustlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða súld, en bjartviðrið NA-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi.

Á laugardag: Sunnan 8-13 m/s og rigning með köflum, en yfirleitt léttskýjað NA til og áframhaldandi hlýindi.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir, en þurrt að kalla NA-lands. Heldur kólnandi veður.

Á mánudag (annar í hvítasunnu): Líklega hæg suðvestlæg átt, þurrt að kalla og milt veður.

Á þriðjudag: Útlit fyrir vaxandi suðvestanátt og fer að rigna SV-lands um kvöldið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×