Enski boltinn

Punkturinn settur aftan við tímabilið hjá konunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María Þórisdóttir og stöllur hennar í Chelsea voru í 2. sæti ensku kvennadeildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.
María Þórisdóttir og stöllur hennar í Chelsea voru í 2. sæti ensku kvennadeildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. getty/Harriet Lander

Ákveðið hefur verið að blása tímabilið í tveimur efstu deildum kvenna í fótbolta á Englandi af vegna kórónuveirufaraldursins.

Ekki hefur enn verið ákveðið hvort eitthvað lið verður krýnt meistari og hvort og þá hvaða lið falla og fara upp um deild.

Manchester City var á toppi efstu deildar þegar keppni var hætt, einu stigi á undan Maríu Þórisdóttur og stöllum hennar í Chelsea.

Síðasti leikirnir í deildinni fóru fram 23. febrúar. Liðin áttu 6-9 leiki eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.