Enski boltinn

Punkturinn settur aftan við tímabilið hjá konunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María Þórisdóttir og stöllur hennar í Chelsea voru í 2. sæti ensku kvennadeildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.
María Þórisdóttir og stöllur hennar í Chelsea voru í 2. sæti ensku kvennadeildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. getty/Harriet Lander

Ákveðið hefur verið að blása tímabilið í tveimur efstu deildum kvenna í fótbolta á Englandi af vegna kórónuveirufaraldursins.

Ekki hefur enn verið ákveðið hvort eitthvað lið verður krýnt meistari og hvort og þá hvaða lið falla og fara upp um deild.

Manchester City var á toppi efstu deildar þegar keppni var hætt, einu stigi á undan Maríu Þórisdóttur og stöllum hennar í Chelsea.

Síðasti leikirnir í deildinni fóru fram 23. febrúar. Liðin áttu 6-9 leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×