Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 06:33 BBC greinir frá því að farþegar hafi lýst yfir áhyggjum af lyfjaskorti í skipinu. Vísir/EPA Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund, að því er fram kemur í nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Þá hefur nú verið staðfest 41 nýtt smit um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess og fjöldi smitaðra alls orðinn 61. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu, sem verið hefur í einangrun í japönsku borginni Yokohama síðan fyrr í vikunni eftir að áttræður karlmaður frá Hong Hong veiktist af veirunni. Hann kom um borð í skipið 20. janúar og fór frá borði fimm dögum síðar. Staðfest tilfelli veirunnar í Japan eru nú orðin 86. Hvergi hafa fleiri smit greinst í einu landi utan Kína til þessa. Þeir sem smitast hafa af veirunni í skipinu eru sendir á sjúkrahús en aðrir þurfa að dvelja um borð þangað til 19. febrúar. Hinir smituðu eru frá tíu löndum; flestir þó frá Japan, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada. BBC greinir frá því að farþegar hafi lýst yfir áhyggjum af lyfjaskorti í skipinu. Þannig hafi einn úr hópnum veifað fána sem gaf slíkt til kynna. Þá ræðir BBC við breskan farþega sem er um borð í skipinu. Hann lýsir því að farþegum sé gert að mæla líkamshita sinn með reglulegu millibili og láta heilbrigðisstarfsmenn um borð vita af öllum frávikum. Þá þurfi þeir að þvo föt sín og þrífa káetur sínar sjálfir. Annað skemmtiferðaskip að nafni World Dream, með um 3600 manns innanborðs, sætir einnig einangrun í Hong Kong. Enginn hefur enn greinst með veiruna um borð en átta fyrrverandi farþegar eru smitaðir. Þeir greindust allir með veiruna utan skipsins. Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund, að því er fram kemur í nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Þá hefur nú verið staðfest 41 nýtt smit um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess og fjöldi smitaðra alls orðinn 61. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu, sem verið hefur í einangrun í japönsku borginni Yokohama síðan fyrr í vikunni eftir að áttræður karlmaður frá Hong Hong veiktist af veirunni. Hann kom um borð í skipið 20. janúar og fór frá borði fimm dögum síðar. Staðfest tilfelli veirunnar í Japan eru nú orðin 86. Hvergi hafa fleiri smit greinst í einu landi utan Kína til þessa. Þeir sem smitast hafa af veirunni í skipinu eru sendir á sjúkrahús en aðrir þurfa að dvelja um borð þangað til 19. febrúar. Hinir smituðu eru frá tíu löndum; flestir þó frá Japan, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada. BBC greinir frá því að farþegar hafi lýst yfir áhyggjum af lyfjaskorti í skipinu. Þannig hafi einn úr hópnum veifað fána sem gaf slíkt til kynna. Þá ræðir BBC við breskan farþega sem er um borð í skipinu. Hann lýsir því að farþegum sé gert að mæla líkamshita sinn með reglulegu millibili og láta heilbrigðisstarfsmenn um borð vita af öllum frávikum. Þá þurfi þeir að þvo föt sín og þrífa káetur sínar sjálfir. Annað skemmtiferðaskip að nafni World Dream, með um 3600 manns innanborðs, sætir einnig einangrun í Hong Kong. Enginn hefur enn greinst með veiruna um borð en átta fyrrverandi farþegar eru smitaðir. Þeir greindust allir með veiruna utan skipsins.
Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15