Erlent

Einungis átta ný smit skráð í Kína síðasta sólar­hringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa 88 manns komið erlendis frá og greinst með smit í Kína. Hafa yfirvöld áhyggjur af því að tilvik sem þessi skemmi fyrir þeim árangri sem hefur náðst í landinu við að hefta útbreiðsluna.
Alls hafa 88 manns komið erlendis frá og greinst með smit í Kína. Hafa yfirvöld áhyggjur af því að tilvik sem þessi skemmi fyrir þeim árangri sem hefur náðst í landinu við að hefta útbreiðsluna. Getty

Einungis átta ný kórónuveirusmit hafa verið skráð í Kína síðasta sólarhringinn. Um er að ræða lægsta fjöldann frá því að yfirvöld í landinu hófu að greina frá umfangi útbreiðslu veirunnar.

Erlendir fjölmiðlar greina frá því í morgun í Kína að af þessum átta hafi fimm manns smitast í Wuhan-borg í Kína og þrír komið til landsins eftir að hafa smitast erlendis.

Síðasta sólarhringinn hafa svo sjö manns látið lífið af völdum veirunnar. Alls hafa um 81 þúsund smitast af kórónuveiru í Kína og tæplega 3.200 manns látið lífið.

Alls hafa 88 manns komið erlendis frá og greinst með smit í Kína. Hafa yfirvöld áhyggjur af því að tilvik sem þessi skemmi fyrir þeim árangri sem hefur náðst í landinu við að hefta útbreiðsluna.

Yfirvöld í Hubei-héraði byrjuðu fyrr í vikunni að draga eitthvað úr þeim hömlum sem settar voru á samfélagið til að hefta útbreiðsluna. Um 56 milljónir manna hafa þar verið í sóttkví frá lokum janúarmánaðar.

Sömuleiðis hafa borist fréttir af því að dregið hafi úr fjölgun tilfella í Suður-Kóreu, þar sem alls 7.900 manns hafa smitast og 67 týnt lífi vegna veirunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×