Fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið rakið aftur til 17. nóvember Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 07:43 Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á kínverskt samfélag síðustu mánuði. Önnur ríki heims hafa einnig verið að grípa til harðra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Getty Búið er að rekja fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið aftur til 17. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í minnisblöðum kínverskra stjórnvalda sem South China Morning Post segir frá. Í skjölunum kemur fram að 55 ára maður í Hubei-héraði sé sá fyrsti sem vitað er að smitaðist af veirunni. Grunur leikur þó á að allra fyrsta smitið kunni að hafa komið nokkru fyrr. Enn sem komið er hefur ekki tekist að rekja smitin aftar í tíma, en mikilvægt er að rekja smitin aftur til þess sem smitaðist fyrst til að gera sér grein fyrir því hvernig veiran myndaðist og fór svo í dreifingu milli manna. 266 manns hið minnsta smituðust á síðasta ári Kínverskum yfirvöldum hefur enn sem komið er tekist að finna 266 manns sem smituðust af kórónuveirunni, sem veldur sjúkdómnum COVOD-19, á síðasta ári. Öll leituðu þau til lækna á tímabilinu. Í frétt South China Morning Post segir að dagana eftir 17. nóvember hafi verið tilkynnt um eitt til fimm ný tilfelli á dag. Þann 15. desember var búið að greina 27 manns með smit, en fimm dögum síðar var fjöldinn kominn í sextíu. Zhang Jixian, læknir á sjúkrahúsi í Hubei, greindi heilbrigðisyfirvöldum frá því þann 27. desember að sjúkdóminn mætti rekja til nýs afbrigðis kórónuveiru. Þá höfðu 180 manns greinst með smit, þó að fullvíst megi teljast að raunverulegur fjöldi hafi verið mun hærri. Á gamlársdag 2019 voru tilfellin í Kína 266, og á fyrsta degi nýs árs 381. Um fimm þúsund látið lífið Alls hafa nú rúmlega 80 þúsund manns greinst með veiruna í Kína og tæplega 3.200 látið lífið. Verulega hefur tekist að hefta útbreiðsluna í Kína, en sömu sögu er þó ekki að segja utan Kína. Á heimsvísu hafa um 135 þúsund smit greinst og hafa tæplega fimm þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Á Íslandi hafa 117 smit greinst. Kína Wuhan-veiran Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Búið er að rekja fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið aftur til 17. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í minnisblöðum kínverskra stjórnvalda sem South China Morning Post segir frá. Í skjölunum kemur fram að 55 ára maður í Hubei-héraði sé sá fyrsti sem vitað er að smitaðist af veirunni. Grunur leikur þó á að allra fyrsta smitið kunni að hafa komið nokkru fyrr. Enn sem komið er hefur ekki tekist að rekja smitin aftar í tíma, en mikilvægt er að rekja smitin aftur til þess sem smitaðist fyrst til að gera sér grein fyrir því hvernig veiran myndaðist og fór svo í dreifingu milli manna. 266 manns hið minnsta smituðust á síðasta ári Kínverskum yfirvöldum hefur enn sem komið er tekist að finna 266 manns sem smituðust af kórónuveirunni, sem veldur sjúkdómnum COVOD-19, á síðasta ári. Öll leituðu þau til lækna á tímabilinu. Í frétt South China Morning Post segir að dagana eftir 17. nóvember hafi verið tilkynnt um eitt til fimm ný tilfelli á dag. Þann 15. desember var búið að greina 27 manns með smit, en fimm dögum síðar var fjöldinn kominn í sextíu. Zhang Jixian, læknir á sjúkrahúsi í Hubei, greindi heilbrigðisyfirvöldum frá því þann 27. desember að sjúkdóminn mætti rekja til nýs afbrigðis kórónuveiru. Þá höfðu 180 manns greinst með smit, þó að fullvíst megi teljast að raunverulegur fjöldi hafi verið mun hærri. Á gamlársdag 2019 voru tilfellin í Kína 266, og á fyrsta degi nýs árs 381. Um fimm þúsund látið lífið Alls hafa nú rúmlega 80 þúsund manns greinst með veiruna í Kína og tæplega 3.200 látið lífið. Verulega hefur tekist að hefta útbreiðsluna í Kína, en sömu sögu er þó ekki að segja utan Kína. Á heimsvísu hafa um 135 þúsund smit greinst og hafa tæplega fimm þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Á Íslandi hafa 117 smit greinst.
Kína Wuhan-veiran Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira