Michael Owen: Nú geta hin liðin í Meistaradeildinni andað léttar þegar besta lið Evrópu er úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 23:30 Michael Owen í leikmannagöngunum á Anfield en hann hjálpaði félaginu að vinna nokkra af þessum titlum. Getty/LFC Foundation/ Michael Owen, fyrrum leikmaður og Evrópumeistari með Liverpool, hrósaði liðinu mikið fyrir leikinn á móti Atletico Madrid í gærkvöldi þrátt fyrir að liðið hafi dottið út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool liðið var í stórsókn allan leikinn á Anfield í gær og komst í 2-0 sem hefði dugað liðinu til að vinna sér sæti í átta liða úrslitunum. Atletico Madrid skoraði hins vegar þrjú mörk í framlengingunni, vann leikinn 3-2 og sló ríkjandi Evrópumeistara úr leik. Þetta var leikur tveggja markavarða. Jan Oblak var í heimsklassa formi í marki Atletico Madrid og hélt sínu liði á floti en Adrian gerði risamistök sem breyttu öll til hins verra fyrir Liverpool. Some will agree with Michael Owen; others will think he's talking a load of codswallop https://t.co/BiLjj4HJHG #LFC #LIVATL #UCL— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 12, 2020 Michael Owen ræddi við BT Sport eftir leikinn. „Það er engin spurning um það að öll stóru liðin í Evrópu hafa landað eftir eftir þessi úrslit og að Liverpool sé úr leik. Ég er í engum vafa um að Liverpool sé besta liðið í Evrópu á þessari stundu,“ sagði Michael Owen. „Já, þeir unnu þetta tveggja leikja einvígi en Liverpool er samt sem áður besta liðið í Evrópu og liðið var stórkostlegt í 90 mínútur,“ sagði Owen. Michael Owen er líka á því að úrslitin hefðu verið allt önnur ef Alisson hefði staðið í marki Liverpool liðsins í þessum leik. „Ef Alisson spilar þá vinnur Liverpool. Eins og Rio [Ferdinand] sagði þá var voru markverðirnir munurinn á þessum tveimur liðum,“ sagði Owen. Michael Owen er uppalinn hjá Liverpool og lék með félaginu frá 1996 til 2004. Hann skoraði 158 mörk í 297 leikjum með Liverpool og vann sex titla með félaginu. Hann fór frá Liverpool til Real Madrid en var aldrei litinn sömu augum í Liverpool borg eftir að hann valdi fyrst að fara frekar til Newcastle þegar hann kom aftur heima til Englands og enn frekar eftir að hann samdi við Manchester United árið 2009. Liverpool hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina en Michael Owen vann hana með Manchester United vorið 2011. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Sjá meira
Michael Owen, fyrrum leikmaður og Evrópumeistari með Liverpool, hrósaði liðinu mikið fyrir leikinn á móti Atletico Madrid í gærkvöldi þrátt fyrir að liðið hafi dottið út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool liðið var í stórsókn allan leikinn á Anfield í gær og komst í 2-0 sem hefði dugað liðinu til að vinna sér sæti í átta liða úrslitunum. Atletico Madrid skoraði hins vegar þrjú mörk í framlengingunni, vann leikinn 3-2 og sló ríkjandi Evrópumeistara úr leik. Þetta var leikur tveggja markavarða. Jan Oblak var í heimsklassa formi í marki Atletico Madrid og hélt sínu liði á floti en Adrian gerði risamistök sem breyttu öll til hins verra fyrir Liverpool. Some will agree with Michael Owen; others will think he's talking a load of codswallop https://t.co/BiLjj4HJHG #LFC #LIVATL #UCL— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 12, 2020 Michael Owen ræddi við BT Sport eftir leikinn. „Það er engin spurning um það að öll stóru liðin í Evrópu hafa landað eftir eftir þessi úrslit og að Liverpool sé úr leik. Ég er í engum vafa um að Liverpool sé besta liðið í Evrópu á þessari stundu,“ sagði Michael Owen. „Já, þeir unnu þetta tveggja leikja einvígi en Liverpool er samt sem áður besta liðið í Evrópu og liðið var stórkostlegt í 90 mínútur,“ sagði Owen. Michael Owen er líka á því að úrslitin hefðu verið allt önnur ef Alisson hefði staðið í marki Liverpool liðsins í þessum leik. „Ef Alisson spilar þá vinnur Liverpool. Eins og Rio [Ferdinand] sagði þá var voru markverðirnir munurinn á þessum tveimur liðum,“ sagði Owen. Michael Owen er uppalinn hjá Liverpool og lék með félaginu frá 1996 til 2004. Hann skoraði 158 mörk í 297 leikjum með Liverpool og vann sex titla með félaginu. Hann fór frá Liverpool til Real Madrid en var aldrei litinn sömu augum í Liverpool borg eftir að hann valdi fyrst að fara frekar til Newcastle þegar hann kom aftur heima til Englands og enn frekar eftir að hann samdi við Manchester United árið 2009. Liverpool hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina en Michael Owen vann hana með Manchester United vorið 2011.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Sjá meira