Trump enn og aftur grímulaus þrátt fyrir grímuskyldu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2020 08:50 Donald Trump prófar hlífðarskjöld í heimsókn sinni í Ford-verksmiðjunni í gær. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti grímulaus til fundar við fréttamenn í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í Michigan í gær, þrátt fyrir að grímuskylda gildi í ríkinu vegna faraldurs kórónuveiru. Forsetinn hefur ítrekað neitað að bera grímu fyrir vitunum síðustu vikur og verið gagnrýndur fyrir, nú síðast af ríkissaksóknara Michigan. Trump var leiddur um Ford-verksmiðjuna í Ypsilanti í Michigan í gær en bílaframleiðandinn hefur einbeitt sér að framleiðslu öndunarvéla og annars heilbrigðisbúnaðar á meðan faraldurinn geisar. Líkt og víða í Bandaríkjunum er fólki í Michigan skylt að bera grímur fyrir vitunum á meðan það er úti meðal almennings og hið sama gildir um verksmiðjuna sem Trump heimsótti í gær. Trump fylgdi vissulega fyrirmælum á einhverjum tímapunkti í verksmiðjutúrnum en myndbönd sína hann með grímu, sérmerkta Hvíta húsinu, inni í verksmiðjunni. Forsetinn varpaði hins vegar grímunni þegar hann ræddi við fréttamenn, umkringdur grímuklæddum stjórnendum hjá Ford. „Ég var með grímu áðan,“ sagði Trump. „Ég var með hana í rýminu hérna fyrir aftan. Ég vildi ekki veita fjölmiðlum þá ánægju að sjá hana.“ Þá dró hann áðurnefnda grímu upp úr vasanum og sýndi viðstöddum. „Mér finnst ég líta betur út með grímuna, í hreinskilni sagt. En ég er að halda ræðu svo ég mun ekki bera hana núna.“ Líkt og áður segir hefur Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að bera almennt ekki grímu á meðan faraldurinn geisar í Bandaríkjunum. Með því fer hann jafnframt gegn þeim viðmiðum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mælir með því að fólk notist við grímur úti á meðal fólks. Áður en Trump heimsótti verksmiðjuna hafði Bill Ford, stjórnarformaður Ford-framleiðandans, hvatt þann fyrrnefnda til að bera grímu í heimsókninni. Forsetinn réði því þó sjálfur hvort hann fylgdi fyrirmælum. Þá hafði Dana Nessel, ríkissaksóknari Michigan, varað Trump við því fyrir heimsóknina að hann skyldi bera grímu á ferð sinni um Michigan, ellegar yrði honum bannað að koma aftur á vinnustaði og verksmiðjur í ríkinu. „Ef við vitum af heimsókn hans til ríkisins okkar og við vitum að hann muni ekki hlýða lögunum, þá held ég að við þurfum að grípa til aðgerða gegn öllum fyrirtækjum sem hleypa honum inn í húsnæði sitt og stofna verkamönnum okkar í hættu. Við megum ekki við slíkri áhættu hér í ríkinu okkar,“ sagði Nessel í viðtali við CNN. Að minnsta kosti tveir starfsmenn sem starfað hafa náið með Trump og ríkisstjórn hans hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum og vikum. Trump er prófaður fyrir veirunni á hverjum degi og sagði í gær að sýni úr honum hefði enn og aftur reynst neikvætt. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti grímulaus til fundar við fréttamenn í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í Michigan í gær, þrátt fyrir að grímuskylda gildi í ríkinu vegna faraldurs kórónuveiru. Forsetinn hefur ítrekað neitað að bera grímu fyrir vitunum síðustu vikur og verið gagnrýndur fyrir, nú síðast af ríkissaksóknara Michigan. Trump var leiddur um Ford-verksmiðjuna í Ypsilanti í Michigan í gær en bílaframleiðandinn hefur einbeitt sér að framleiðslu öndunarvéla og annars heilbrigðisbúnaðar á meðan faraldurinn geisar. Líkt og víða í Bandaríkjunum er fólki í Michigan skylt að bera grímur fyrir vitunum á meðan það er úti meðal almennings og hið sama gildir um verksmiðjuna sem Trump heimsótti í gær. Trump fylgdi vissulega fyrirmælum á einhverjum tímapunkti í verksmiðjutúrnum en myndbönd sína hann með grímu, sérmerkta Hvíta húsinu, inni í verksmiðjunni. Forsetinn varpaði hins vegar grímunni þegar hann ræddi við fréttamenn, umkringdur grímuklæddum stjórnendum hjá Ford. „Ég var með grímu áðan,“ sagði Trump. „Ég var með hana í rýminu hérna fyrir aftan. Ég vildi ekki veita fjölmiðlum þá ánægju að sjá hana.“ Þá dró hann áðurnefnda grímu upp úr vasanum og sýndi viðstöddum. „Mér finnst ég líta betur út með grímuna, í hreinskilni sagt. En ég er að halda ræðu svo ég mun ekki bera hana núna.“ Líkt og áður segir hefur Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að bera almennt ekki grímu á meðan faraldurinn geisar í Bandaríkjunum. Með því fer hann jafnframt gegn þeim viðmiðum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mælir með því að fólk notist við grímur úti á meðal fólks. Áður en Trump heimsótti verksmiðjuna hafði Bill Ford, stjórnarformaður Ford-framleiðandans, hvatt þann fyrrnefnda til að bera grímu í heimsókninni. Forsetinn réði því þó sjálfur hvort hann fylgdi fyrirmælum. Þá hafði Dana Nessel, ríkissaksóknari Michigan, varað Trump við því fyrir heimsóknina að hann skyldi bera grímu á ferð sinni um Michigan, ellegar yrði honum bannað að koma aftur á vinnustaði og verksmiðjur í ríkinu. „Ef við vitum af heimsókn hans til ríkisins okkar og við vitum að hann muni ekki hlýða lögunum, þá held ég að við þurfum að grípa til aðgerða gegn öllum fyrirtækjum sem hleypa honum inn í húsnæði sitt og stofna verkamönnum okkar í hættu. Við megum ekki við slíkri áhættu hér í ríkinu okkar,“ sagði Nessel í viðtali við CNN. Að minnsta kosti tveir starfsmenn sem starfað hafa náið með Trump og ríkisstjórn hans hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum og vikum. Trump er prófaður fyrir veirunni á hverjum degi og sagði í gær að sýni úr honum hefði enn og aftur reynst neikvætt.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50
Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35