Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2020 08:35 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. Það þýði að Bandaríkin standi sig vel í skimun fyrir veirunni. Trump lét ummælin falla er hann var inntur eftir því á fundi í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkin íhuguðu að koma á ferðabanni á lönd í Suður-Ameríku, einkum Brasilíu, þar sem faraldurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga. Trump kvaðst það vera til skoðunar og sagði að hann hefði áhyggjur af því að utanaðkomandi kæmu inn í Bandaríkin og smituðu fólkið þar. „Og vel á minnst, þegar þú segir að flest tilfelli mælist hjá okkur, það er vegna þess að við prófum meira fyrir veirunni en nokkur annar. Reyndar, fjöldi tilfella, og við erum einnig mun stærra land en flest önnur, þannig að þegar mörg tilfelli greinast hjá okkur, ég lít ekki á það þannig að það sé slæmt, ég lít á það sem, á ákveðinn hátt, góðan hlut, vegna þess að það þýðir að skimun okkar sé betri,“ sagði Trump. „Ég lít á það sem heiður. Í alvöru, það er heiður. Þetta er frábær virðingarvottur við prófanirnar og alla vinnuna sem fjölmargir fagmenn hafa innt af hendi.“ Ummælin má horfa á í spilaranum hér að ofan. Ísland er langefst á lista Our World in Data yfir flest veirupróf miðað við höfðatölu.Skjáskot Bandaríkin hafa gert 12,6 milljón veirupróf til og með gærdeginum, samkvæmt opinberum tölum. Ekkert land hefur prófað fleiri fyrir veirunni en Bandaríkin ef aðeins er litið á fjölda prófa. Þegar miðað er við höfðatölu er hins vegar annað uppi á teningnum. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, útgáfu á vegum Oxford-háskóla, eru Bandaríkin í 16. sæti yfir þær þjóðir sem prófað hafa mest fyrir veirunni á hverja þúsund íbúa. Þannig eru Bandaríkin ofar á listanum en Suður-Kórea en talsvert á eftir Íslandi, Nýja-Sjálandi, Rússlandi og Kanada. Ísland trónar raunar langefst á listanum með 167,46 próf á hverja þúsund íbúa. Danir eru í öðru sæti með 69,44 próf á hverja þúsund. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36 Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. Það þýði að Bandaríkin standi sig vel í skimun fyrir veirunni. Trump lét ummælin falla er hann var inntur eftir því á fundi í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkin íhuguðu að koma á ferðabanni á lönd í Suður-Ameríku, einkum Brasilíu, þar sem faraldurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga. Trump kvaðst það vera til skoðunar og sagði að hann hefði áhyggjur af því að utanaðkomandi kæmu inn í Bandaríkin og smituðu fólkið þar. „Og vel á minnst, þegar þú segir að flest tilfelli mælist hjá okkur, það er vegna þess að við prófum meira fyrir veirunni en nokkur annar. Reyndar, fjöldi tilfella, og við erum einnig mun stærra land en flest önnur, þannig að þegar mörg tilfelli greinast hjá okkur, ég lít ekki á það þannig að það sé slæmt, ég lít á það sem, á ákveðinn hátt, góðan hlut, vegna þess að það þýðir að skimun okkar sé betri,“ sagði Trump. „Ég lít á það sem heiður. Í alvöru, það er heiður. Þetta er frábær virðingarvottur við prófanirnar og alla vinnuna sem fjölmargir fagmenn hafa innt af hendi.“ Ummælin má horfa á í spilaranum hér að ofan. Ísland er langefst á lista Our World in Data yfir flest veirupróf miðað við höfðatölu.Skjáskot Bandaríkin hafa gert 12,6 milljón veirupróf til og með gærdeginum, samkvæmt opinberum tölum. Ekkert land hefur prófað fleiri fyrir veirunni en Bandaríkin ef aðeins er litið á fjölda prófa. Þegar miðað er við höfðatölu er hins vegar annað uppi á teningnum. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, útgáfu á vegum Oxford-háskóla, eru Bandaríkin í 16. sæti yfir þær þjóðir sem prófað hafa mest fyrir veirunni á hverja þúsund íbúa. Þannig eru Bandaríkin ofar á listanum en Suður-Kórea en talsvert á eftir Íslandi, Nýja-Sjálandi, Rússlandi og Kanada. Ísland trónar raunar langefst á listanum með 167,46 próf á hverja þúsund íbúa. Danir eru í öðru sæti með 69,44 próf á hverja þúsund.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36 Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36
Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent