Geisladiskur frá eldri bróður Gylfa reddaði Gylfa fyrsta tækifærinu á Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 08:30 Gylfi Sigurðsson er nú orðinn sá íslenski knattspyrnumaður sem hefur skorað flest mörk og gefið flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á eldri bróður sínum, Ólafi Má Sigurðssyni, mikið að þakka fyrir fyrsta tækifærið í enska boltanum ef marka má nýtt viðtal við Gylfa í Daily Mirror. Gylfi ræddi upphaf sitt í fótboltanum við blaðamann Mirror sem rifjaði líka upp þegar Gylfi, núverandi leikmaður Everton, kom á Goodison Park fyrst ellefu ára gamall og var þá meðal annars boltastrákur á heimaleik liðsins. Fræg mynd er til af Gylfa þar sem hann stendur ellefu ára gamall við hlið Dixie Dean styttunnar á Goodison Park. Gylfi æfði þá með krakkaliði Everton í eina viku og endaði síðan á að því að verða boltastrákur á Everton leik. Gylfi Sigurdsson reflects on youth watching English football and getting his big break | @MirrorAnderson https://t.co/xaI8pPlKlA pic.twitter.com/YB3mwsh4CA— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 Myndina af honum við Goodison Park tók eldri bróðir hans, Ólafur Már Sigurðsson, sem náði sjálfur að skapa sér nafn á íþróttasviðinu sem öflugur kylfingur. Ólafur hefur líka átt mikinn þátt í ferli Gylfa. Mirror segir frá því að það hafi einmitt verið elja Ólafs og trú hans á yngri bróður sínum sem hjálpaði Gylfa að komast að í enska boltanum þegar hann var mjög ungur. Ólafur Már hafði útbúið geisladisk með myndböndum af leikjum með litla bróður sínum og hann sendi síðan slíka geisladiska til enskra liða. Ólafur hafði þjálfað Gylfa á sínum tíma og reddaði honum reynslusamning hjá Preston áður en Gylfi endaði á að semja við Reading þegar hann var sextán ára gamall. „Ég fékk mjög snemma áhuga á enska fótboltanum. Enska úrvalsdeildin var alltaf í sjónvarpinu og bæði bróður minn og faðir minn voru duglegir að horfa á leikina,“ sagði Gylfi. „Svo auðvitað sat ég með þeim á sunnudögum og horfði á fótboltaleikina með þeim. Svo tók bróðir minn mig með sér til Englands nokkrum sinnum þar sem ég fékk að æfa með hinum ýmsu félögum,“ sagði Gylfi. watch on YouTube „Bróðir minn endaði á því að senda geisladisk til nokkurra félaga og ég fékk að fara á reynslu hjá nokkrum stöðum og samdi svo við Reading,“ sagði Gylfi. „Nokkrir íslenskir leikmenn höfðu farið til Englands og það voru þarna tveir hjá Reading eða þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson. Við áttum síðan menn eins og Eið Guðjohnsen, Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson. Þarna voru nokkrir leikmenn til að líta upp til og sjá líka að það væri möguleika að komast í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Gylfi. „Auðvitað var erfiðara að taka þetta skref í þá daga. Sem betur fer þá áttum við nokkra geisladiska og bróðir minn bjó einn til og sendi til Reading sem endaði á því að ég samdi við þá,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á eldri bróður sínum, Ólafi Má Sigurðssyni, mikið að þakka fyrir fyrsta tækifærið í enska boltanum ef marka má nýtt viðtal við Gylfa í Daily Mirror. Gylfi ræddi upphaf sitt í fótboltanum við blaðamann Mirror sem rifjaði líka upp þegar Gylfi, núverandi leikmaður Everton, kom á Goodison Park fyrst ellefu ára gamall og var þá meðal annars boltastrákur á heimaleik liðsins. Fræg mynd er til af Gylfa þar sem hann stendur ellefu ára gamall við hlið Dixie Dean styttunnar á Goodison Park. Gylfi æfði þá með krakkaliði Everton í eina viku og endaði síðan á að því að verða boltastrákur á Everton leik. Gylfi Sigurdsson reflects on youth watching English football and getting his big break | @MirrorAnderson https://t.co/xaI8pPlKlA pic.twitter.com/YB3mwsh4CA— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 Myndina af honum við Goodison Park tók eldri bróðir hans, Ólafur Már Sigurðsson, sem náði sjálfur að skapa sér nafn á íþróttasviðinu sem öflugur kylfingur. Ólafur hefur líka átt mikinn þátt í ferli Gylfa. Mirror segir frá því að það hafi einmitt verið elja Ólafs og trú hans á yngri bróður sínum sem hjálpaði Gylfa að komast að í enska boltanum þegar hann var mjög ungur. Ólafur Már hafði útbúið geisladisk með myndböndum af leikjum með litla bróður sínum og hann sendi síðan slíka geisladiska til enskra liða. Ólafur hafði þjálfað Gylfa á sínum tíma og reddaði honum reynslusamning hjá Preston áður en Gylfi endaði á að semja við Reading þegar hann var sextán ára gamall. „Ég fékk mjög snemma áhuga á enska fótboltanum. Enska úrvalsdeildin var alltaf í sjónvarpinu og bæði bróður minn og faðir minn voru duglegir að horfa á leikina,“ sagði Gylfi. „Svo auðvitað sat ég með þeim á sunnudögum og horfði á fótboltaleikina með þeim. Svo tók bróðir minn mig með sér til Englands nokkrum sinnum þar sem ég fékk að æfa með hinum ýmsu félögum,“ sagði Gylfi. watch on YouTube „Bróðir minn endaði á því að senda geisladisk til nokkurra félaga og ég fékk að fara á reynslu hjá nokkrum stöðum og samdi svo við Reading,“ sagði Gylfi. „Nokkrir íslenskir leikmenn höfðu farið til Englands og það voru þarna tveir hjá Reading eða þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson. Við áttum síðan menn eins og Eið Guðjohnsen, Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson. Þarna voru nokkrir leikmenn til að líta upp til og sjá líka að það væri möguleika að komast í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Gylfi. „Auðvitað var erfiðara að taka þetta skref í þá daga. Sem betur fer þá áttum við nokkra geisladiska og bróðir minn bjó einn til og sendi til Reading sem endaði á því að ég samdi við þá,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira