Íslenski boltinn

Spá því að Breiðablik hafi betur gegn Val í toppbaráttunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tekst Blikum að endurheimta titilinn sem þær misstu í hendur Vals á síðustu leiktíð?
Tekst Blikum að endurheimta titilinn sem þær misstu í hendur Vals á síðustu leiktíð? Vísir/Bára

Heimavöllurinn, hlaðvarp sem einblínir á kvennaknattspyrnu hér á landi, gaf á dögunum út spá sína fyrir Pepsi Max deild kvenna í sumar. Talið er að deildin í sumar verði mun jafnari en á síðustu leiktíð þar sem bæði Valur og Breiðablik fóru taplaus í gegnum sumarið.

Fylkir, Selfoss og KR hafa öll styrkt sig gífurlega í vetur og því má reikna með hörku sumri.

Í spá Heimavallarins, sem er í umsjón Huldu Mýrdal og Mistar Rúnarsdóttur, er Blikum spáð titlinum. Þar á eftir koma Valur, Selfoss og Fylkir. 

Þá er nýliðum Þróttar Reykjavíkur og ÍBV spáð falli.

1. Breiðablik

2. Valur

3. Selfoss

4. Fylkir

5. KR

6. Þór/KA

7. Stjarnan

8. FH

9. ÍBV

10. Þróttur Reykjavík


Tengdar fréttir

Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar

Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.