Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2020 14:50 Æðsta ráðgjafarþing Kínverja á sviði stjórnmála kom saman í vikunni. AP Photo/Andy Wong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. Líklegt er talið að tilraunin verði gagnrýnd alþjóðlega og í Hong Kong sjálfu, þar sem geisuðu margra mánaða mótmæli í fyrra. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að kínverska Alþýðuþingið, sem fer með lagasetningarvaldið í Kína, muni taka frumvarpið fyrir þegar þingið kemur saman á föstudag. Samkvæmt ör-stjórnarskrá Hong Kong þarf sjálfstjórnarhéraðið að innleiða slík öryggislög. Alþýðuþing Kína verður sett á morgun, föstudag, þar sem um þrjú þúsund þingmenn munu koma saman og ræða frumvarpið. Þingið kemur saman aðeins einu sinni á ári í tvær vikur í senn. Hin svokölluðu Grunnlög voru innleidd árið 1997 þegar Bretland skilaði Hong Kong af yfirráðasvæði sínu aftur til Kína en þau tryggja ákveðin grunnréttindi sem eru ekki til staðar á meginlandi Kína. Yfirvöld í Peking hafa alltaf haft völdin til að innleiða öryggislögin í Grunnlögin en hafa ekki beitt þeim völdum hingað til. Hins vegar hafa kosningar til héraðsþings Hong Kong verið boðaðar í september næstkomandi og talið er að ef flokkum sem styðja aukið lýðræði gengur jafn vel og þeim gerði í svæðakosningum í fyrra gæti héraðsþingið tekið upp á því að koma í veg fyrir innleiðingu laga sem eru frá yfirvöldum Kína komin. Heimildarmaður South China Morning Post, fréttamiðils sem staðsettur er í Hong Kong, frá meginlandinu sagði í samtali við blaðið að yfirvöld í Peking hafi ákveðið að Hong Kong væri ekki fært um að innleiða eigin öryggislög og því þyrfti þjóðþingið að taka á sig þá ábyrgð. Á mánudag var fjöldi þingmanna í Hong Kong sem styðja aukið lýðræði dregnir út úr þingsalnum vegna átaka sem brutust út vegna frumvarps til laga um þjóðsöng Kína. Væru lögin samþykkt væri það glæpsamlegt athæfi að sýna kínverska þjóðsöngnum virðingarleysi. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. Líklegt er talið að tilraunin verði gagnrýnd alþjóðlega og í Hong Kong sjálfu, þar sem geisuðu margra mánaða mótmæli í fyrra. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að kínverska Alþýðuþingið, sem fer með lagasetningarvaldið í Kína, muni taka frumvarpið fyrir þegar þingið kemur saman á föstudag. Samkvæmt ör-stjórnarskrá Hong Kong þarf sjálfstjórnarhéraðið að innleiða slík öryggislög. Alþýðuþing Kína verður sett á morgun, föstudag, þar sem um þrjú þúsund þingmenn munu koma saman og ræða frumvarpið. Þingið kemur saman aðeins einu sinni á ári í tvær vikur í senn. Hin svokölluðu Grunnlög voru innleidd árið 1997 þegar Bretland skilaði Hong Kong af yfirráðasvæði sínu aftur til Kína en þau tryggja ákveðin grunnréttindi sem eru ekki til staðar á meginlandi Kína. Yfirvöld í Peking hafa alltaf haft völdin til að innleiða öryggislögin í Grunnlögin en hafa ekki beitt þeim völdum hingað til. Hins vegar hafa kosningar til héraðsþings Hong Kong verið boðaðar í september næstkomandi og talið er að ef flokkum sem styðja aukið lýðræði gengur jafn vel og þeim gerði í svæðakosningum í fyrra gæti héraðsþingið tekið upp á því að koma í veg fyrir innleiðingu laga sem eru frá yfirvöldum Kína komin. Heimildarmaður South China Morning Post, fréttamiðils sem staðsettur er í Hong Kong, frá meginlandinu sagði í samtali við blaðið að yfirvöld í Peking hafi ákveðið að Hong Kong væri ekki fært um að innleiða eigin öryggislög og því þyrfti þjóðþingið að taka á sig þá ábyrgð. Á mánudag var fjöldi þingmanna í Hong Kong sem styðja aukið lýðræði dregnir út úr þingsalnum vegna átaka sem brutust út vegna frumvarps til laga um þjóðsöng Kína. Væru lögin samþykkt væri það glæpsamlegt athæfi að sýna kínverska þjóðsöngnum virðingarleysi.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58
Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18
Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33