Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 11:33 Óeirðarlögreglumaður beinir skotvopni að mótmælendum í Hong Kong á nýársdag. Vísir/EPA Lögreglan í Hong Kong handtók um fjögur hundruð manns á mótmælum sem fóru fram í borginni á nýársdag. Tugir þúsunda manna tóku þátt í áframhaldandi lýðræðismótmælum sem voru friðsöm í fyrstu en leystust upp þegar lögreglumenn skutu táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka kom fljótlega eftir að lögregla handtók mótmælendur í Wan Chai-hverfinu nærri útibúi HSBC-bankans sem hefur verið skotmark þeirra undanfarið. Hóp svartklæddra mótmælenda dreif að og aðrir mynduðu mannlegar keðju til að flytja vistir og aðra hluti, þar á meðal múrsteina. Lögregla kallaði þá til liðsauka og bað skipuleggjendur mótmælanna um að leysa þau upp. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu að flestir hefðu verið handteknir fyrir að taka þátt í ólöglegri samkomu. Fólkið hafi ekki verið handtekið fyrr en eftir að lögregla hafi tilkynnt skipuleggjendum mótmælanna að ráðist yrði í aðgerðir og mótmælendum gefinn kostur á að yfirgefa svæðið. Skipuleggjendur gagnrýna aðgerðir lögreglunnar á móti, sérstaklega að mótmælendum hafi verið gefinn skammur tími til að fara og að þeir hafi verið handteknir af handahófi. Alls hafa um 7.000 manns verið handteknir frá því að regluleg fjöldamótmæli hófust í Hong Kong í júní. Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum til meginlands Kína. Mótmælin héldu áfram eftir að frumvarpið var látið falla niður og snúast kröfur mótmælenda nú um fullt lýðræði og óháða rannsókn á kvörtunum um lögregluofbeldi. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Lögreglan í Hong Kong handtók um fjögur hundruð manns á mótmælum sem fóru fram í borginni á nýársdag. Tugir þúsunda manna tóku þátt í áframhaldandi lýðræðismótmælum sem voru friðsöm í fyrstu en leystust upp þegar lögreglumenn skutu táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka kom fljótlega eftir að lögregla handtók mótmælendur í Wan Chai-hverfinu nærri útibúi HSBC-bankans sem hefur verið skotmark þeirra undanfarið. Hóp svartklæddra mótmælenda dreif að og aðrir mynduðu mannlegar keðju til að flytja vistir og aðra hluti, þar á meðal múrsteina. Lögregla kallaði þá til liðsauka og bað skipuleggjendur mótmælanna um að leysa þau upp. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu að flestir hefðu verið handteknir fyrir að taka þátt í ólöglegri samkomu. Fólkið hafi ekki verið handtekið fyrr en eftir að lögregla hafi tilkynnt skipuleggjendum mótmælanna að ráðist yrði í aðgerðir og mótmælendum gefinn kostur á að yfirgefa svæðið. Skipuleggjendur gagnrýna aðgerðir lögreglunnar á móti, sérstaklega að mótmælendum hafi verið gefinn skammur tími til að fara og að þeir hafi verið handteknir af handahófi. Alls hafa um 7.000 manns verið handteknir frá því að regluleg fjöldamótmæli hófust í Hong Kong í júní. Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum til meginlands Kína. Mótmælin héldu áfram eftir að frumvarpið var látið falla niður og snúast kröfur mótmælenda nú um fullt lýðræði og óháða rannsókn á kvörtunum um lögregluofbeldi.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58