Erlent

Hafnar því að hægt verði að vígja gifta menn í Amasón til prests

Atli Ísleifsson skrifar
Frans páfi lítur til himins.
Frans páfi lítur til himins. Getty

Frans páfi hefur hafnað því að hægt verði að vígja gifta karlmenn til prests í Amasón-svæðinu til að bregðast við skorti á kaþólskum prestum á svæðinu.

Biskupar á svæðinu studdu tillöguna á síðasta ári, en blessunar páfa var hins vegar þörf ætti að hrinda henni í framkvæmd.

Kaþólskir prestar skulu vera skírlífir þegar þeir eru vígðir til prests, ef frá eru taldir prestar úr biskupakirkjunni sem hafa snúist til kaþólskrar trúar. Litið er á skírlífi sem vott um að menn helgi líf sitt guði.

Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að páfi liti svo á að ekki sé rétt að sætta sig við lausn þar sem einungis sé brugðist við hluta þeirrar stöðu sem upp er. Segir hann enn fremur að unnið verði sérstaklega að því að hvetja kristniboða til að taka til starfa á Amasón-svæðinu.

Áætlað er að ekki sé starfandi kaþólskir prestur í um 85 prósent þorpa á Amasón-svæðinu. Hvöttu biskupar þar á síðasta ári til þess að eldri, giftum og virtum karlmönnum frá þessum svæðum yrði heimilt að láta vígja sig til prests.

Íhaldssamari armar kirkjunnar, meðal annars í Evrópu og Norður-Ameríku lögðust hins vegar gegn hugmyndinni. Yrði hún samþykkt myndi það brjóta gegn meginreglu kaþólsku kirkjunnar um skírlífi verðandi presta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.