Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 15:58 Ítrekað kom til átaka á mili mótmælenda og lögreglu í Hong Kong í fyrra. EPA/JEON HEON-KYUN Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. Hins vegar sé tilefni til að skoða viðmið varðandi notkun skotvopna og táragass. Höfundar skýrslu um aðgerðir lögreglunnar gagnrýna þó mótmælendur fyrir að kvarta yfir ofbeldi lögregluþjóna og hunsa eigin glæpi. Stjórnmálaleiðtogar Hong Kong eins og Carrie Lam, hafa fagnað niðurstöðum eftirlitsaðilanna í nefnd sem kallast independent Police Complaints Council eða IPCC, en stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök segja hana vera hvítþvott, samkvæmt frétt BBC. Mótmælin hófust síðasta sumar þegar til stóð að setja lög sem leyfðu yfirvöldum að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína. Þegar hætt var við það fóru mótmælin að snúa að allsherjar umbótum í Hong Kong. Alvarleiki mótmælanna jókst sífellt og kom ítrekað til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Carrie Lam segist fullviss um að þessi skýrsla muni ekki lægja öldurnar í Hong Kong. Yfirvöld eyjunnar muni þó gera sitt besta til að fylgja eftir þeim ráðlagningum sem er lagðar þar fram. Hún neitaði þó, eins og hún hefur gert áður, að stofna sérstaka rannsóknarnefnd og sagði að mótmælunum hafi verið ætlað að þvinga yfirvöld með ofbeldi, samkvæmt frétt South China Morning Post. Skýrslan virðist endurspegla það viðhorf að einhverju leyti. Auk mótmælenda kvörtuðu blaðamenn ítrekað yfir því að lögregluþjónar hafi brotið á þeim og beitt þá ofbeldi. Skýrslan fjallar einnig um hvernig viðhorf almennings gagnvart lögreglunni hefur breyst. Þar segir að þá viðhorfsbreytingu megi rekja til umfangsmikillar hatursumræðu gagnvart lögreglunni og kallað er eftir leiðum til að sporna gegn því og byggja upp traust á nýjan leik. Stór hluti skýrslunnar fjallar um atvik á lestarstöð í borginni þann 21. júlí. Þá réðust hvítklæddir menn vopnaðir prikum á mótmælendur og vegfarendur svo minnst 47 voru fluttir á sjúkrahús. Lögreglan var sökuð um að hafa átt í samráði við hópinn, sökum þess hve lengi þeir voru á vettvang. Kína Hong Kong Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. Hins vegar sé tilefni til að skoða viðmið varðandi notkun skotvopna og táragass. Höfundar skýrslu um aðgerðir lögreglunnar gagnrýna þó mótmælendur fyrir að kvarta yfir ofbeldi lögregluþjóna og hunsa eigin glæpi. Stjórnmálaleiðtogar Hong Kong eins og Carrie Lam, hafa fagnað niðurstöðum eftirlitsaðilanna í nefnd sem kallast independent Police Complaints Council eða IPCC, en stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök segja hana vera hvítþvott, samkvæmt frétt BBC. Mótmælin hófust síðasta sumar þegar til stóð að setja lög sem leyfðu yfirvöldum að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína. Þegar hætt var við það fóru mótmælin að snúa að allsherjar umbótum í Hong Kong. Alvarleiki mótmælanna jókst sífellt og kom ítrekað til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Carrie Lam segist fullviss um að þessi skýrsla muni ekki lægja öldurnar í Hong Kong. Yfirvöld eyjunnar muni þó gera sitt besta til að fylgja eftir þeim ráðlagningum sem er lagðar þar fram. Hún neitaði þó, eins og hún hefur gert áður, að stofna sérstaka rannsóknarnefnd og sagði að mótmælunum hafi verið ætlað að þvinga yfirvöld með ofbeldi, samkvæmt frétt South China Morning Post. Skýrslan virðist endurspegla það viðhorf að einhverju leyti. Auk mótmælenda kvörtuðu blaðamenn ítrekað yfir því að lögregluþjónar hafi brotið á þeim og beitt þá ofbeldi. Skýrslan fjallar einnig um hvernig viðhorf almennings gagnvart lögreglunni hefur breyst. Þar segir að þá viðhorfsbreytingu megi rekja til umfangsmikillar hatursumræðu gagnvart lögreglunni og kallað er eftir leiðum til að sporna gegn því og byggja upp traust á nýjan leik. Stór hluti skýrslunnar fjallar um atvik á lestarstöð í borginni þann 21. júlí. Þá réðust hvítklæddir menn vopnaðir prikum á mótmælendur og vegfarendur svo minnst 47 voru fluttir á sjúkrahús. Lögreglan var sökuð um að hafa átt í samráði við hópinn, sökum þess hve lengi þeir voru á vettvang.
Kína Hong Kong Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira