Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2020 23:11 Götur New York borgar eru nánast mannlausar en borgin hefur orðið mjög illa úti í kórónuveirufaraldrinum. EPA/JASON SZENES Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði í dag að Norðausturríkin New York, New Jersey og Connecticut muni vinna með Delaware, Pennsylvania og Rhode Island að því að samhæfa þau skref sem verða tekin á næstunni við að koma efnahagslífi aftur í réttan farveg. „Enginn hefur verið í þessari stöðu áður, enginn er með öll svörin,“ sagði Cuomo á opnum fjarskiptafundi með ríkisstjórum hinna fimm ríkjanna. „Varðandi heilsu almennings og efnahaginn: hvort kemur á undan? Þessir tveir hlutir eru báðir í forgangi.“ Þá tilkynntu ríkisstjórar Kaliforníu, Oregon og Washington að þeir hefðu einnig komist að samkomulagi um samhæfðar aðgerðir við enduropnun fyrirtækja, þótt þeir hafi ekki kynnt nákvæma tímalínu og sögðu að heilsa almennings myndi stjórna áætlunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði fyrr í dag að allar ákvarðanir um að koma efnahagslífi aftur af stað væru í hans höndum. Streita milli ríkisstjóra og Trumps hefur verið mikil síðan faraldurinn versnaði í Bandaríkjunum fyrir um mánuði síðan og hefur hún verið sérstaklega áberandi í umræðunni um efnahagslíf ríkjanna. Lagasérfræðingar vestanhafs hafa bent á það að Bandaríkjaforseti hafi takmörkuð völd samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna til að skipta sér af atvinnu- og efnahagsmálum í ríkjum. Hann geti ekki skipað íbúum ríkja að snúa aftur til starfa, borgum að opna opinberar stofnanir á ný, eða að skipa almenningssamgöngum eða fyrirtækjum að hefja aftur þjónustu. „Það er ákvörðun forsetans og liggja þar margar góðar ástæður að baki,“ skrifaði Trump á Twitter á mánudag. Þá bætti hann því við að ríkisstjórn hans ynni náið með ríkisstjórunum. ....It is the decision of the President, and for many good reasons. With that being said, the Administration and I are working closely with the Governors, and this will continue. A decision by me, in conjunction with the Governors and input from others, will be made shortly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 13, 2020 „Ákvörðun mín, sem verður tekin í samstarfi við ríkisstjóra og aðra, verður tilkynnt fljótlega!“ sagði Trump á Twitter. Pólitískir leiðtogar hafa hamrað á því að ákvörðun um að opna á efnahagslífið á ný verði að vera tekin í samræmi við þróun faraldursins. Þeir hafa einnig varað við því að aflétta útgöngubanni of fljótt enda gæti það valdið því að faraldurinn verði enn verri. Ríkisstjórn Trump hefur gefið það í skyn að aflétting hafta muni hefjast þann 1. maí næstkomandi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37 Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20 Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði í dag að Norðausturríkin New York, New Jersey og Connecticut muni vinna með Delaware, Pennsylvania og Rhode Island að því að samhæfa þau skref sem verða tekin á næstunni við að koma efnahagslífi aftur í réttan farveg. „Enginn hefur verið í þessari stöðu áður, enginn er með öll svörin,“ sagði Cuomo á opnum fjarskiptafundi með ríkisstjórum hinna fimm ríkjanna. „Varðandi heilsu almennings og efnahaginn: hvort kemur á undan? Þessir tveir hlutir eru báðir í forgangi.“ Þá tilkynntu ríkisstjórar Kaliforníu, Oregon og Washington að þeir hefðu einnig komist að samkomulagi um samhæfðar aðgerðir við enduropnun fyrirtækja, þótt þeir hafi ekki kynnt nákvæma tímalínu og sögðu að heilsa almennings myndi stjórna áætlunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði fyrr í dag að allar ákvarðanir um að koma efnahagslífi aftur af stað væru í hans höndum. Streita milli ríkisstjóra og Trumps hefur verið mikil síðan faraldurinn versnaði í Bandaríkjunum fyrir um mánuði síðan og hefur hún verið sérstaklega áberandi í umræðunni um efnahagslíf ríkjanna. Lagasérfræðingar vestanhafs hafa bent á það að Bandaríkjaforseti hafi takmörkuð völd samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna til að skipta sér af atvinnu- og efnahagsmálum í ríkjum. Hann geti ekki skipað íbúum ríkja að snúa aftur til starfa, borgum að opna opinberar stofnanir á ný, eða að skipa almenningssamgöngum eða fyrirtækjum að hefja aftur þjónustu. „Það er ákvörðun forsetans og liggja þar margar góðar ástæður að baki,“ skrifaði Trump á Twitter á mánudag. Þá bætti hann því við að ríkisstjórn hans ynni náið með ríkisstjórunum. ....It is the decision of the President, and for many good reasons. With that being said, the Administration and I are working closely with the Governors, and this will continue. A decision by me, in conjunction with the Governors and input from others, will be made shortly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 13, 2020 „Ákvörðun mín, sem verður tekin í samstarfi við ríkisstjóra og aðra, verður tilkynnt fljótlega!“ sagði Trump á Twitter. Pólitískir leiðtogar hafa hamrað á því að ákvörðun um að opna á efnahagslífið á ný verði að vera tekin í samræmi við þróun faraldursins. Þeir hafa einnig varað við því að aflétta útgöngubanni of fljótt enda gæti það valdið því að faraldurinn verði enn verri. Ríkisstjórn Trump hefur gefið það í skyn að aflétting hafta muni hefjast þann 1. maí næstkomandi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37 Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20 Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Fjöldi smita fór yfir hálfa milljón sama dag og yfir 2000 létust Yfir 2000 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær, hvergi hefur slíkur fjöldi dauðsfalla sést á einum degi frá því að faraldurinn hóf að breiða úr sér 11. apríl 2020 08:37
Telja sig vera að ná tökum á útbreiðslunni Covid-19 sérfræðingateymi Hvíta hússins segir útlit vera fyrir að útbreiðslan sé að ná einhvers konar jafnvægi í landinu. 10. apríl 2020 21:20
Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington. 9. apríl 2020 18:14