Fótbolti

Mourinho og leikmenn Tottenham æfðu í almenningsgarði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Myndirnar sem teknar voru af Mourinho og leikmönnum Tottenham á þriðjudaginn var.
Myndirnar sem teknar voru af Mourinho og leikmönnum Tottenham á þriðjudaginn var. The Athletic/Myndin er samsett

The Athletic greinir frá því að á þriðjudag hafi sést til José Mourinho, þjálfara Tottenham Hotspur ásamt nokkrum leikmönnum liðsins að æfa í almenningsgarði í London.

Þar sést að leikmenn Tottenham eru ekki tvo metra frá hvor öðrum en það gilda sömu reglur í Bretlandi og hér á Íslandi. Hefur félagið fengið áminningu þess efnis.

Á æfingunni voru þeir Tanguy Ndombele, Ryan Sessegnon og Davison Sanchez. Aðeins Ndombele var þó á æfingu með Mourinho á meðan hinir tveir virtust einfaldlega vera að sinna æfingaáætlun sinni í garðinum frekar en heima hjá sér. Þá sást einnig til Serge Aurier við æfingar í sama garði.

Ndombele hefur gengið illa að fóta sig í ensku deildinni og er talið að samband hans og Mourinho standi á brauðfótum. Ástæðan fyrir því að þrekþjálfari liðsins var ekki með Ndombele á æfingu var sú að Mourinho ku vera að reyna ná betur til leikmannsins.

Sjá einnig: Carragher segir að Ndombele sé „YouTube leikmaður“ sem gangi um eins og gamalmenni

Þó Mourinho og leikmenn hans hafi ekki gerst sekir um jafn slæma hegðun og Kyle Walker eða Jack Grealish þá voru fengu þeir samt sem áður áminningu frá Tottenham varðandi brot á tveggja metra reglunni og æfingum utandyra.

Mourinho viðurkenndi það og sagði að það væri mikilvægt að allir virtu ráðleggingar ríkisstjórnarinnar. Að lokum hvatti hann alla til að styðja við bakið á hetjunum sem vinna í heilbrigðisgeiranum og bjarga lífum.


Tengdar fréttir

Fékk fylgdarkonur í partý í miðjum faraldri

Kyle Walker, leikmaður Manchester City, hefur beðist afsökunar á því að hafa boðið tveimur fylgdarkonum í partý í síðustu viku þvert á reglur um samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×