Enski boltinn

Sagði fólki að halda sig heima en fór í partí og keyrði svo á kyrrstæða bíla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jack Grealish hefur leikið vel í vetur og kallað hefur verið eftir því að hann verði valinn í enska landsliðið.
Jack Grealish hefur leikið vel í vetur og kallað hefur verið eftir því að hann verði valinn í enska landsliðið. vísir/getty

Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er vandræðum vegna atviks sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags.

Þegar Grealish var leið heim úr gleðskap hjá Ross McCormack, fyrrverandi samherja sínum hjá Villa, keyrði hann á tvo kyrrstæða bíla. Grealish skildi Ranger Rover jeppa sinn eftir, sem og upplýsingar hvernig hægt væri að ná í sig og gekk svo í burtu.

Útgöngubann er í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins og á laugardaginn hafði Grealish birt myndband á Twitter þar sem hann hvatti fólk til að halda sig heima. Hann virðist þó ekki hafa meðtekið skilaboðin sjálfur því hann skellti sér í partí eins og áður sagði.

Grealish hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þetta uppátæki og kallað hefur verið eftir því að fyrirliðabandið verði tekið af honum.

Grealish hefur verið besti leikmaður Villa á tímabilinu og fastlega er búist við því að hann fari til stærra félags eftir tímabilið, hvenær sem því nú lýkur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.